Innlent

Karlmaður á sjötugsaldri braut gegn 14 ára greindarskertri stúlku

Hæstiréttur hefur þyngt dóm yfir karlmanni á sjötugsaldri sem lét 14 ára gamla greindarskerta stúlku eiga við sig munnmök.

Maðurinn, Þorsteinn H. Jónsson, komst í samband við stúlkuna í gegnum internetið og sagðist vera tvítugur en hann var þá 62 ára gamall. Í febrúar 2008 fór hann með stúlkuna heim til sín þar sem hann braut gegn henni.

Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi Þorstein í 15 mánaða fangelsi en Hæstiréttur þyngdi dóminn um 5 mánuði. Honum er einnig gert að greiða stúlkunni 700 þúsund krónur í skaðabætur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×