Innlent

Hærri greiðslur frá áramótum

Greiðslur til stuðningsfjölskyldna sem annast sólarhringsvistun fatlaðra barna í skamman tíma hækkuðu um 12,5 prósent um áramótin.

Hækkunin er samkvæmt reglugerð sem Jóhanna Sigurðardóttir, félags- og tryggingamálaráðherra, hefur sett.

Þjónustan er foreldrum fatlaðra barna að kostnaðarlausu en ríkissjóður greiðir stuðningsfjölskyldunum verktakagreiðslur sem eru stigskiptar og taka mið af fötlun og umönnunarþörf.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×