Atvinnurekendur svíkja út bæturnar 12. janúar 2009 05:00 Aðalsteinn Árni Baldursson Fyrirtæki og einstaklingar misnota atvinnuleysisbætur vegna hlutastarfs í auknum mæli og nýta þær sem launagreiðslur, samkvæmt heimildum Fréttablaðsins. Fyrirtæki hafi lækkað starfshlutfall starfsmanna um allt að helming en ætlast til sömu afkasta eftir sem áður. Þannig hafi atvinnuleysisbæturnar í reynd breyst í niðurgreiðslu launakostnaðar. Í einhverjum tilfellum vinni starfsfólkið þó að eigin frumkvæði fullt starf á skertum launum. Gissur Pétursson, forstjóri Vinnumálastofnunar, segir þetta skýrt lögbrot sem launþegarnir séu þátttakendur í. „Þeir eru einfaldlega að svíkja út bætur. Það gæti vel komið til þess að fólk verði endurkrafið um bæturnar ef slíkt kemst upp." Breyting á starfshlutfalli geti ekki verið einhliða ákvörðun vinnuveitanda. Samþykki starfsmaður ekki skerðingu skuli atvinnurekandi segja honum upp með eðlilegum uppsagnarfresti. Aðalsteinn Árni Baldursson, formaður Framsýnar - stéttarfélags, segir fyrirtæki hafa leitað til sín, sem telji sig í rétti að fara þessa leið. Hann hafi bent þeim á að þetta sé ólöglegt. Að auki veit Aðalsteinn til þess að lögin hafi verið misnotuð á annan hátt. „Ég þekki nokkur dæmi þess að fyrirtæki segi fólki upp störfum og sendi það strax af stað til að sækja um bætur vegna skertrar atvinnu. Það er klárt lögbrot, enda ber fyrirtækjum að greiða starfsmönnum uppsagnarfrest samkvæmt kjarasamningi," segir Aðalsteinn. „Vinnumálastofnun og stéttarfélögin eiga að sækja hart að þessum atvinnurekendum. Láti þeir ekki segjast á að kæra þá. Ábyrgð fylgir rekstri. Þeir verða að axla sína ábyrgð," segir Aðalsteinn. Launafólk eigi undir högg að sækja. „Það er sótt að fólki að taka á sig alls konar skerðingar. Það er búið að taka heila öld að byggja upp réttindakerfi fyrir verkafólk. Við erum komin áratugi aftur í tímann í þeirri réttindabaráttu." Mest lesið Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Skammdegið víkur með hækkandi sól Innlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Fleiri fréttir Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Sjá meira
Fyrirtæki og einstaklingar misnota atvinnuleysisbætur vegna hlutastarfs í auknum mæli og nýta þær sem launagreiðslur, samkvæmt heimildum Fréttablaðsins. Fyrirtæki hafi lækkað starfshlutfall starfsmanna um allt að helming en ætlast til sömu afkasta eftir sem áður. Þannig hafi atvinnuleysisbæturnar í reynd breyst í niðurgreiðslu launakostnaðar. Í einhverjum tilfellum vinni starfsfólkið þó að eigin frumkvæði fullt starf á skertum launum. Gissur Pétursson, forstjóri Vinnumálastofnunar, segir þetta skýrt lögbrot sem launþegarnir séu þátttakendur í. „Þeir eru einfaldlega að svíkja út bætur. Það gæti vel komið til þess að fólk verði endurkrafið um bæturnar ef slíkt kemst upp." Breyting á starfshlutfalli geti ekki verið einhliða ákvörðun vinnuveitanda. Samþykki starfsmaður ekki skerðingu skuli atvinnurekandi segja honum upp með eðlilegum uppsagnarfresti. Aðalsteinn Árni Baldursson, formaður Framsýnar - stéttarfélags, segir fyrirtæki hafa leitað til sín, sem telji sig í rétti að fara þessa leið. Hann hafi bent þeim á að þetta sé ólöglegt. Að auki veit Aðalsteinn til þess að lögin hafi verið misnotuð á annan hátt. „Ég þekki nokkur dæmi þess að fyrirtæki segi fólki upp störfum og sendi það strax af stað til að sækja um bætur vegna skertrar atvinnu. Það er klárt lögbrot, enda ber fyrirtækjum að greiða starfsmönnum uppsagnarfrest samkvæmt kjarasamningi," segir Aðalsteinn. „Vinnumálastofnun og stéttarfélögin eiga að sækja hart að þessum atvinnurekendum. Láti þeir ekki segjast á að kæra þá. Ábyrgð fylgir rekstri. Þeir verða að axla sína ábyrgð," segir Aðalsteinn. Launafólk eigi undir högg að sækja. „Það er sótt að fólki að taka á sig alls konar skerðingar. Það er búið að taka heila öld að byggja upp réttindakerfi fyrir verkafólk. Við erum komin áratugi aftur í tímann í þeirri réttindabaráttu."
Mest lesið Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Skammdegið víkur með hækkandi sól Innlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Fleiri fréttir Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Sjá meira