Innlent

Margoft tekinn fullur á bílnum

Lögreglan tók manninn hvað eftir annað ölvaðan og réttindalausan undur stýri.
Lögreglan tók manninn hvað eftir annað ölvaðan og réttindalausan undur stýri.

Rétt rúmlega tvítugur maður hefur verið dæmdur í níutíu daga fangelsi og ævilöng svipting ökuréttar áréttuð.

Í mars var hann tekinn fullur undir stýri, og ökuréttindalaus að auki. Í júní var hann aftur tekinn og þá var eins ástatt um hann.

Hann játaði brot sín.

Maðurinn á langan sakaferil að baki þrátt fyrir ungan aldur. Þar má nefna þjófnaðarbrot og ölvunarakstur. Á síðasta ári var hann dæmdur í fjögurra mánaða fangelsi fyrir gripdeild, sviptingar- og lyfjaakstur og hraðakstur og jafnframt sviptur ökurétti ævilangt. Hann rauf skilorð nú.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×