Flestir taka Skúla rafvirkja 16. október 2009 06:00 Fimmta viðureignin í Laddanum 2009 fer fram í kvöld í þætti Dodda litla og Andra Freys á Rás 2. „Það borgar sig kannski að segja sem minnst því við erum alltaf reknir í miðjum klíðum, en jú, meiningin er að þetta sé útsláttarkeppni og að lokum standi einn sigurvegari uppi,“ segir Þórður Helgi Þórðarson, Doddi litli, um eftirhermukeppnina Laddinn 2009, sem stendur nú yfir í Litlu hafmeyjunni, þætti Dodda og Andra Freys Viðarsonar. Þátturinn er á dagskrá á föstudagskvöldum á Rás 2 á milli kl. 19.30 og 22. „Tveir keppendur mætast og fá 90 sekúndur, og svo 30 sekúndur á mann, til að reyna að slá í gegn með eftirhermum úr karaktera-galleríi Ladda. Menn spinna bara og flestir hafa tekið Skúla rafvirkja. Olli með „oj oj oj“-ið er líka vinsæll og svo detta margir í Skrám í restina – „jóla hvað?“ Menn eru hins vegar alveg hættir að taka Evu Lund.“ Hlustendur eru dómarar, fyrri keppandinn sem fær stig frá fimm hlustendum vinnur keppni kvöldsins. „Í fyrstu keppninni vann Bjarni töframaður Sveppa. Sveppi var reyndar mjög fyndinn en bara léleg eftirherma. Bjarni var aftur á móti lang besta eftirherman til þessa. Hann var mættur hálftíma fyrr til að æfa sig og var að skrifa niður í bók. Flestir aðrir hafa nú bara mætt og rennt sér í þetta óundirbúnir,“ segir Doddi. „Í öðrum þætti vann Steinn Ármann Gunnar Helgason, svo vann Eyþór Ingi söngvari Steina sleggju, og síðast vann Helgi Seljan fréttamaður Pétur Jóhann leikara. Það má deila um það hversu sanngjarnt það var. Það var mikið hringt frá Reyðarfirði.“ Í kvöld keppa Auddi Blöndal og Guðmundur Franklín, en á hann var bent með tölvupósti. „Þessi hugmynd kviknaði nú bara sem eitthvað djók í Frey Eyjólfssyni, en ég greip hana á lofti,“ segir Doddi. „Við sendum öllum frægum vinum okkar fyrirspurn á Facebook og við erum búnir að melda nokkra á kantinn, til að mynda Helgu Brögu og Karl Örvarsson.“ Ef planið gengur eftir munu sextán keppendur reyna sig áður en Laddinn 2009 dettur í undanúrslit. Doddi segir að í kvöld verði einnig boðið upp á Leikjahorn Soffíu sætu og Hæfileikalandið.- drg Mest lesið Kristinn Svavarsson er látinn Tónlist Tinna Hrafns og Sveinn selja á Laugarásveginum Lífið „Mig langar bara að vera upprétt og sterk“ Lífið Löggan byrjar á TikTok með því að gasa Egil og Rikka Lífið Brúðurin hljóp grátandi út áður en Victoria dansaði við Brooklyn Lífið Atvinnulaus aumingi trompar dauðakölt Gagnrýni Rifjar upp misgóðar minningar í sölutilkynningunni Lífið Auglýsing Blush sé fyrir neðan allar hellur Lífið Vinsældir þessarar siðspilltu moldvörpu eru þér að kenna Lífið „Ég fékk alveg gæsahúð þegar ég sá þetta“ Tíska og hönnun Fleiri fréttir Brúðurin hljóp grátandi út áður en Victoria dansaði við Brooklyn Fyrrverandi bassaleikari Scorpions látinn Rifjar upp misgóðar minningar í sölutilkynningunni „Mig langar bara að vera upprétt og sterk“ Tinna Hrafns og Sveinn selja á Laugarásveginum Löggan byrjar á TikTok með því að gasa Egil og Rikka Kvenskælingar svekktir eftir að hafa lent í hakkavél MR tvisvar í röð Heated Rivalry-stjörnur verða á Ólympíuleikunum Fengu gefins sjö nýjar þrautir frá breska þrautahöfundinum Mari og Njörður eiga von á sumarbarni Vinsældir þessarar siðspilltu moldvörpu eru þér að kenna Kemur Önnu miðli til varnar: „Þið megið segja að ég sé auðtrúa asni“ Ofurnæmni Önnu Birtu: Hefur heyrt hugsanir fólks í Kringlunni Désirée prinsessa látin Staðgöngumóðir „öruggasta leiðin“ til að stækka fjölskylduna Auglýsing Blush sé fyrir neðan allar hellur Kynntist manninum á Tinder í Covid Vance á von á barni Heiða og Hildur djömmuðu með Breiðhyltingum Ekki fyrsti fótboltamaður Binna: „Við getum alveg hist aftur og riðið“ Ótrúlegur dagur Vignis: Lottóvinningur, 180 í pílu og sigur á Carlsen Vesturbæingar blótuðu þorrann langt fram á nótt Valdi sér fylkingu í Beckham-deilunum Móðirin hljóp frá þremur börnum og „fór í Kanann“ „Ég hef aldrei séð dansandi poka“ Eldri bróðir lagði línur að lífinu í New York Opinberar erjur Beckham-fjölskyldunnar: „Ég vil ekki sættast við fjölskyldu mína“ Fagna tíu árum af ást Þekkja Kringlugestir borgarstjórann? Aron Mola ástfanginn í bíó Sjá meira
„Það borgar sig kannski að segja sem minnst því við erum alltaf reknir í miðjum klíðum, en jú, meiningin er að þetta sé útsláttarkeppni og að lokum standi einn sigurvegari uppi,“ segir Þórður Helgi Þórðarson, Doddi litli, um eftirhermukeppnina Laddinn 2009, sem stendur nú yfir í Litlu hafmeyjunni, þætti Dodda og Andra Freys Viðarsonar. Þátturinn er á dagskrá á föstudagskvöldum á Rás 2 á milli kl. 19.30 og 22. „Tveir keppendur mætast og fá 90 sekúndur, og svo 30 sekúndur á mann, til að reyna að slá í gegn með eftirhermum úr karaktera-galleríi Ladda. Menn spinna bara og flestir hafa tekið Skúla rafvirkja. Olli með „oj oj oj“-ið er líka vinsæll og svo detta margir í Skrám í restina – „jóla hvað?“ Menn eru hins vegar alveg hættir að taka Evu Lund.“ Hlustendur eru dómarar, fyrri keppandinn sem fær stig frá fimm hlustendum vinnur keppni kvöldsins. „Í fyrstu keppninni vann Bjarni töframaður Sveppa. Sveppi var reyndar mjög fyndinn en bara léleg eftirherma. Bjarni var aftur á móti lang besta eftirherman til þessa. Hann var mættur hálftíma fyrr til að æfa sig og var að skrifa niður í bók. Flestir aðrir hafa nú bara mætt og rennt sér í þetta óundirbúnir,“ segir Doddi. „Í öðrum þætti vann Steinn Ármann Gunnar Helgason, svo vann Eyþór Ingi söngvari Steina sleggju, og síðast vann Helgi Seljan fréttamaður Pétur Jóhann leikara. Það má deila um það hversu sanngjarnt það var. Það var mikið hringt frá Reyðarfirði.“ Í kvöld keppa Auddi Blöndal og Guðmundur Franklín, en á hann var bent með tölvupósti. „Þessi hugmynd kviknaði nú bara sem eitthvað djók í Frey Eyjólfssyni, en ég greip hana á lofti,“ segir Doddi. „Við sendum öllum frægum vinum okkar fyrirspurn á Facebook og við erum búnir að melda nokkra á kantinn, til að mynda Helgu Brögu og Karl Örvarsson.“ Ef planið gengur eftir munu sextán keppendur reyna sig áður en Laddinn 2009 dettur í undanúrslit. Doddi segir að í kvöld verði einnig boðið upp á Leikjahorn Soffíu sætu og Hæfileikalandið.- drg
Mest lesið Kristinn Svavarsson er látinn Tónlist Tinna Hrafns og Sveinn selja á Laugarásveginum Lífið „Mig langar bara að vera upprétt og sterk“ Lífið Löggan byrjar á TikTok með því að gasa Egil og Rikka Lífið Brúðurin hljóp grátandi út áður en Victoria dansaði við Brooklyn Lífið Atvinnulaus aumingi trompar dauðakölt Gagnrýni Rifjar upp misgóðar minningar í sölutilkynningunni Lífið Auglýsing Blush sé fyrir neðan allar hellur Lífið Vinsældir þessarar siðspilltu moldvörpu eru þér að kenna Lífið „Ég fékk alveg gæsahúð þegar ég sá þetta“ Tíska og hönnun Fleiri fréttir Brúðurin hljóp grátandi út áður en Victoria dansaði við Brooklyn Fyrrverandi bassaleikari Scorpions látinn Rifjar upp misgóðar minningar í sölutilkynningunni „Mig langar bara að vera upprétt og sterk“ Tinna Hrafns og Sveinn selja á Laugarásveginum Löggan byrjar á TikTok með því að gasa Egil og Rikka Kvenskælingar svekktir eftir að hafa lent í hakkavél MR tvisvar í röð Heated Rivalry-stjörnur verða á Ólympíuleikunum Fengu gefins sjö nýjar þrautir frá breska þrautahöfundinum Mari og Njörður eiga von á sumarbarni Vinsældir þessarar siðspilltu moldvörpu eru þér að kenna Kemur Önnu miðli til varnar: „Þið megið segja að ég sé auðtrúa asni“ Ofurnæmni Önnu Birtu: Hefur heyrt hugsanir fólks í Kringlunni Désirée prinsessa látin Staðgöngumóðir „öruggasta leiðin“ til að stækka fjölskylduna Auglýsing Blush sé fyrir neðan allar hellur Kynntist manninum á Tinder í Covid Vance á von á barni Heiða og Hildur djömmuðu með Breiðhyltingum Ekki fyrsti fótboltamaður Binna: „Við getum alveg hist aftur og riðið“ Ótrúlegur dagur Vignis: Lottóvinningur, 180 í pílu og sigur á Carlsen Vesturbæingar blótuðu þorrann langt fram á nótt Valdi sér fylkingu í Beckham-deilunum Móðirin hljóp frá þremur börnum og „fór í Kanann“ „Ég hef aldrei séð dansandi poka“ Eldri bróðir lagði línur að lífinu í New York Opinberar erjur Beckham-fjölskyldunnar: „Ég vil ekki sættast við fjölskyldu mína“ Fagna tíu árum af ást Þekkja Kringlugestir borgarstjórann? Aron Mola ástfanginn í bíó Sjá meira