Keppir við vini í Eurovision 29. desember 2009 06:00 steinarr logi nesheim Steinarr Logi fær samkeppni úr óvæntri átt í Eurovision-keppninni eftir áramót. fréttablaðið/anton „Okkur finnst þetta bara fyndið og skemmtilegt,“ segir Steinarr Logi Nesheim, sem keppir á móti vinum sínum úr rokksveitinni Dead Sea Apple og Kung Fu í undankeppni Eurovision. Steinarr keppir á lokakvöldinu á Rúv 23. janúar með lagið Every Word. Viku fyrr etja kappi þeir Albert Guðmann Jónsson úr Kung Fu og Haraldur Vignir Sveinbjörnsson úr Dead Sea Apple með sinn hvorn Eurovision-slagarann. „Þessu var skilað inn um mitt þetta ár. Við komumst bara báðir að því ég og Halli að við sendum inn lög og komust báðir áfram,“ segir Steinarr, sem er að taka þátt í fyrsta sinn. Hann vill ekki meina að rokkararnir tveir hafi reynt að halda þátttöku sinni leyndri í hinni poppuðu Eurovision-keppni. „Ég held að það sé enginn að reyna að fara huldu höfði. Þetta voru bara lagahöfundar að senda inn lög en við vorum kannski ekkert að reikna með því að komast áfram.“ Hann viðurkennir að hann hefði aldrei tekið þátt í Eurovision í gamla daga þegar grunge-rokkið var og hét. „En tímarnir breytast og maður þroskast og róast.“ Lagið Every Word fjallar um gamlan skólafélaga Steinarrs sem stundaði einelti en sér mjög eftir því núna. „Ég hitti hann einhverjum áratug síðar og sá þá hvað þetta situr þungt í honum. Mér fannst þetta áhugaverður vinkill þegar gerendur átta sig á þessu einhverjum áratug síðar þegar þeir fara að rifja upp æskuna. Þetta hreyfði við mér,“ segir hann. „Þessu lagi er beint til þeirra sem eru að gera þetta í dag. Hvort sem þeir eru fullorðnir eða börn, þá hefur þetta afleiðingar. Fólk áttar sig kannski ekki á því fyrr en eftir tíu ár en þá er orðið alltof seint að gera eitthvað í málinu.“ Lagið verður á fyrstu sólóplötu Steinarrs er væntanleg í vor. „Einkennandi fyrir lögin mín í dag eru þungar pælingar í textum en í léttum búningi,“ segir hann og vonar það besta í Eurovision. freyr@frettabladid.is Mest lesið „Sílíkon er eitthvað sem mun fara með mér í gröfina“ Lífið Að lifa drauminn: Englafjárfestir, uppistandari, móðir, með sér yngri manni og og og... Áskorun Húsó fjarlægðir af Rúv Menning Brúðurin hljóp grátandi út áður en Victoria dansaði við Brooklyn Lífið Móðirin hljóp frá þremur börnum og „fór í Kanann“ Lífið Kannast ekki við að vera genginn til liðs við Samfylkinguna Lífið Aron Can og Erna selja en elska eldhúsbúrið Lífið Gæti vaknað einn daginn og ætlað á þing Lífið Vinsældir þessarar siðspilltu moldvörpu eru þér að kenna Lífið Atvinnulaus aumingi trompar dauðakölt Gagnrýni Fleiri fréttir Gæti vaknað einn daginn og ætlað á þing Kannast ekki við að vera genginn til liðs við Samfylkinguna „Sílíkon er eitthvað sem mun fara með mér í gröfina“ Aron Can og Erna selja en elska eldhúsbúrið Brúðurin hljóp grátandi út áður en Victoria dansaði við Brooklyn Fyrrverandi bassaleikari Scorpions látinn Rifjar upp misgóðar minningar í sölutilkynningunni „Mig langar bara að vera upprétt og sterk“ Tinna Hrafns og Sveinn selja á Laugarásveginum Löggan byrjar á TikTok með því að gasa Egil og Rikka Kvenskælingar svekktir eftir að hafa lent í hakkavél MR tvisvar í röð Heated Rivalry-stjörnur verða á Ólympíuleikunum Fengu gefins sjö nýjar þrautir frá breska þrautahöfundinum Mari og Njörður eiga von á sumarbarni Vinsældir þessarar siðspilltu moldvörpu eru þér að kenna Kemur Önnu miðli til varnar: „Þið megið segja að ég sé auðtrúa asni“ Ofurnæmni Önnu Birtu: Hefur heyrt hugsanir fólks í Kringlunni Désirée prinsessa látin Staðgöngumóðir „öruggasta leiðin“ til að stækka fjölskylduna Auglýsing Blush sé fyrir neðan allar hellur Kynntist manninum á Tinder í Covid Vance á von á barni Heiða og Hildur djömmuðu með Breiðhyltingum Ekki fyrsti fótboltamaður Binna: „Við getum alveg hist aftur og riðið“ Ótrúlegur dagur Vignis: Lottóvinningur, 180 í pílu og sigur á Carlsen Vesturbæingar blótuðu þorrann langt fram á nótt Valdi sér fylkingu í Beckham-deilunum Móðirin hljóp frá þremur börnum og „fór í Kanann“ „Ég hef aldrei séð dansandi poka“ Eldri bróðir lagði línur að lífinu í New York Sjá meira
„Okkur finnst þetta bara fyndið og skemmtilegt,“ segir Steinarr Logi Nesheim, sem keppir á móti vinum sínum úr rokksveitinni Dead Sea Apple og Kung Fu í undankeppni Eurovision. Steinarr keppir á lokakvöldinu á Rúv 23. janúar með lagið Every Word. Viku fyrr etja kappi þeir Albert Guðmann Jónsson úr Kung Fu og Haraldur Vignir Sveinbjörnsson úr Dead Sea Apple með sinn hvorn Eurovision-slagarann. „Þessu var skilað inn um mitt þetta ár. Við komumst bara báðir að því ég og Halli að við sendum inn lög og komust báðir áfram,“ segir Steinarr, sem er að taka þátt í fyrsta sinn. Hann vill ekki meina að rokkararnir tveir hafi reynt að halda þátttöku sinni leyndri í hinni poppuðu Eurovision-keppni. „Ég held að það sé enginn að reyna að fara huldu höfði. Þetta voru bara lagahöfundar að senda inn lög en við vorum kannski ekkert að reikna með því að komast áfram.“ Hann viðurkennir að hann hefði aldrei tekið þátt í Eurovision í gamla daga þegar grunge-rokkið var og hét. „En tímarnir breytast og maður þroskast og róast.“ Lagið Every Word fjallar um gamlan skólafélaga Steinarrs sem stundaði einelti en sér mjög eftir því núna. „Ég hitti hann einhverjum áratug síðar og sá þá hvað þetta situr þungt í honum. Mér fannst þetta áhugaverður vinkill þegar gerendur átta sig á þessu einhverjum áratug síðar þegar þeir fara að rifja upp æskuna. Þetta hreyfði við mér,“ segir hann. „Þessu lagi er beint til þeirra sem eru að gera þetta í dag. Hvort sem þeir eru fullorðnir eða börn, þá hefur þetta afleiðingar. Fólk áttar sig kannski ekki á því fyrr en eftir tíu ár en þá er orðið alltof seint að gera eitthvað í málinu.“ Lagið verður á fyrstu sólóplötu Steinarrs er væntanleg í vor. „Einkennandi fyrir lögin mín í dag eru þungar pælingar í textum en í léttum búningi,“ segir hann og vonar það besta í Eurovision. freyr@frettabladid.is
Mest lesið „Sílíkon er eitthvað sem mun fara með mér í gröfina“ Lífið Að lifa drauminn: Englafjárfestir, uppistandari, móðir, með sér yngri manni og og og... Áskorun Húsó fjarlægðir af Rúv Menning Brúðurin hljóp grátandi út áður en Victoria dansaði við Brooklyn Lífið Móðirin hljóp frá þremur börnum og „fór í Kanann“ Lífið Kannast ekki við að vera genginn til liðs við Samfylkinguna Lífið Aron Can og Erna selja en elska eldhúsbúrið Lífið Gæti vaknað einn daginn og ætlað á þing Lífið Vinsældir þessarar siðspilltu moldvörpu eru þér að kenna Lífið Atvinnulaus aumingi trompar dauðakölt Gagnrýni Fleiri fréttir Gæti vaknað einn daginn og ætlað á þing Kannast ekki við að vera genginn til liðs við Samfylkinguna „Sílíkon er eitthvað sem mun fara með mér í gröfina“ Aron Can og Erna selja en elska eldhúsbúrið Brúðurin hljóp grátandi út áður en Victoria dansaði við Brooklyn Fyrrverandi bassaleikari Scorpions látinn Rifjar upp misgóðar minningar í sölutilkynningunni „Mig langar bara að vera upprétt og sterk“ Tinna Hrafns og Sveinn selja á Laugarásveginum Löggan byrjar á TikTok með því að gasa Egil og Rikka Kvenskælingar svekktir eftir að hafa lent í hakkavél MR tvisvar í röð Heated Rivalry-stjörnur verða á Ólympíuleikunum Fengu gefins sjö nýjar þrautir frá breska þrautahöfundinum Mari og Njörður eiga von á sumarbarni Vinsældir þessarar siðspilltu moldvörpu eru þér að kenna Kemur Önnu miðli til varnar: „Þið megið segja að ég sé auðtrúa asni“ Ofurnæmni Önnu Birtu: Hefur heyrt hugsanir fólks í Kringlunni Désirée prinsessa látin Staðgöngumóðir „öruggasta leiðin“ til að stækka fjölskylduna Auglýsing Blush sé fyrir neðan allar hellur Kynntist manninum á Tinder í Covid Vance á von á barni Heiða og Hildur djömmuðu með Breiðhyltingum Ekki fyrsti fótboltamaður Binna: „Við getum alveg hist aftur og riðið“ Ótrúlegur dagur Vignis: Lottóvinningur, 180 í pílu og sigur á Carlsen Vesturbæingar blótuðu þorrann langt fram á nótt Valdi sér fylkingu í Beckham-deilunum Móðirin hljóp frá þremur börnum og „fór í Kanann“ „Ég hef aldrei séð dansandi poka“ Eldri bróðir lagði línur að lífinu í New York Sjá meira