Keppir við vini í Eurovision 29. desember 2009 06:00 steinarr logi nesheim Steinarr Logi fær samkeppni úr óvæntri átt í Eurovision-keppninni eftir áramót. fréttablaðið/anton „Okkur finnst þetta bara fyndið og skemmtilegt,“ segir Steinarr Logi Nesheim, sem keppir á móti vinum sínum úr rokksveitinni Dead Sea Apple og Kung Fu í undankeppni Eurovision. Steinarr keppir á lokakvöldinu á Rúv 23. janúar með lagið Every Word. Viku fyrr etja kappi þeir Albert Guðmann Jónsson úr Kung Fu og Haraldur Vignir Sveinbjörnsson úr Dead Sea Apple með sinn hvorn Eurovision-slagarann. „Þessu var skilað inn um mitt þetta ár. Við komumst bara báðir að því ég og Halli að við sendum inn lög og komust báðir áfram,“ segir Steinarr, sem er að taka þátt í fyrsta sinn. Hann vill ekki meina að rokkararnir tveir hafi reynt að halda þátttöku sinni leyndri í hinni poppuðu Eurovision-keppni. „Ég held að það sé enginn að reyna að fara huldu höfði. Þetta voru bara lagahöfundar að senda inn lög en við vorum kannski ekkert að reikna með því að komast áfram.“ Hann viðurkennir að hann hefði aldrei tekið þátt í Eurovision í gamla daga þegar grunge-rokkið var og hét. „En tímarnir breytast og maður þroskast og róast.“ Lagið Every Word fjallar um gamlan skólafélaga Steinarrs sem stundaði einelti en sér mjög eftir því núna. „Ég hitti hann einhverjum áratug síðar og sá þá hvað þetta situr þungt í honum. Mér fannst þetta áhugaverður vinkill þegar gerendur átta sig á þessu einhverjum áratug síðar þegar þeir fara að rifja upp æskuna. Þetta hreyfði við mér,“ segir hann. „Þessu lagi er beint til þeirra sem eru að gera þetta í dag. Hvort sem þeir eru fullorðnir eða börn, þá hefur þetta afleiðingar. Fólk áttar sig kannski ekki á því fyrr en eftir tíu ár en þá er orðið alltof seint að gera eitthvað í málinu.“ Lagið verður á fyrstu sólóplötu Steinarrs er væntanleg í vor. „Einkennandi fyrir lögin mín í dag eru þungar pælingar í textum en í léttum búningi,“ segir hann og vonar það besta í Eurovision. freyr@frettabladid.is Mest lesið Patrik kaupir glæsihús frænku sinnar Lífið Berbrjósta og bleikhærðar með byltingu Lífið Töluðu íslensku við mannhafið Lífið Fullkominn brúðkaupsdagur í sænskum kastala Lífið Fárveik í París Lífið Skiptir stærðin raunverulega máli? Lífið Frumsýning á Vísi: Stikla fyrir aðra seríu af Bannað að hlæja Lífið Ástin sem eftir er framlag Íslands til Óskarsverðlauna Bíó og sjónvarp Stígur út fyrir ramma raunveruleikans Tíska og hönnun Einbýlishús með möguleika á makaskiptum Lífið Fleiri fréttir Segir lýtaaðgerðir hennar leið til að eldast með reisn Patrik kaupir glæsihús frænku sinnar Opnar sig eftir handtökuna Töluðu íslensku við mannhafið Hin 93 ára Jóhanna skríður enn um garðinn til að halda honum fínum Fárveik í París Fullkominn brúðkaupsdagur í sænskum kastala Skiptir stærðin raunverulega máli? Berbrjósta og bleikhærðar með byltingu Taylor Swift trúlofuð Taumlaus gleði og stjörnum prýddir tónleikar Stórstjörnur í mögulegum ástarþríhyrningi Leikur Elsu Lund í fatla eftir vondan skell Segir Gleðigönguna ekki vera fyrir sig en styður baráttuna Einbýlishús með möguleika á makaskiptum Sagan þegar Villi Vill ákvað að lagið Söknuður yrði í eigin jarðarför Frumsýning á Vísi: Stikla fyrir aðra seríu af Bannað að hlæja Dansinn dunaði á Menningarnótt Will Smith sakaður um að falsa áhorfendur með gervigreind Lil Nas X laus gegn tryggingu „Blessaður, þú ert með heilaæxli“ Woody Allen segist enginn aðdáandi Pútíns Ein glæsilegasta leikkona landsins selur slotið Lil Nas X ákærður fyrir brot á alríkislögum Ljúffengir hafraklattar með kaffinu Þetta eru keppendur Ungfrú Ísland Teen 2025 Hegðun Benedikts kom upp um bónorðið „Hjálpar okkur í að nýta þjónustu sem er ekki til á Íslandi í dag en ætti að vera til“ Fagurkeri selur miðbæjarperlu „Ég trúði því aldrei að ég yrði þessi gaur“ Sjá meira
„Okkur finnst þetta bara fyndið og skemmtilegt,“ segir Steinarr Logi Nesheim, sem keppir á móti vinum sínum úr rokksveitinni Dead Sea Apple og Kung Fu í undankeppni Eurovision. Steinarr keppir á lokakvöldinu á Rúv 23. janúar með lagið Every Word. Viku fyrr etja kappi þeir Albert Guðmann Jónsson úr Kung Fu og Haraldur Vignir Sveinbjörnsson úr Dead Sea Apple með sinn hvorn Eurovision-slagarann. „Þessu var skilað inn um mitt þetta ár. Við komumst bara báðir að því ég og Halli að við sendum inn lög og komust báðir áfram,“ segir Steinarr, sem er að taka þátt í fyrsta sinn. Hann vill ekki meina að rokkararnir tveir hafi reynt að halda þátttöku sinni leyndri í hinni poppuðu Eurovision-keppni. „Ég held að það sé enginn að reyna að fara huldu höfði. Þetta voru bara lagahöfundar að senda inn lög en við vorum kannski ekkert að reikna með því að komast áfram.“ Hann viðurkennir að hann hefði aldrei tekið þátt í Eurovision í gamla daga þegar grunge-rokkið var og hét. „En tímarnir breytast og maður þroskast og róast.“ Lagið Every Word fjallar um gamlan skólafélaga Steinarrs sem stundaði einelti en sér mjög eftir því núna. „Ég hitti hann einhverjum áratug síðar og sá þá hvað þetta situr þungt í honum. Mér fannst þetta áhugaverður vinkill þegar gerendur átta sig á þessu einhverjum áratug síðar þegar þeir fara að rifja upp æskuna. Þetta hreyfði við mér,“ segir hann. „Þessu lagi er beint til þeirra sem eru að gera þetta í dag. Hvort sem þeir eru fullorðnir eða börn, þá hefur þetta afleiðingar. Fólk áttar sig kannski ekki á því fyrr en eftir tíu ár en þá er orðið alltof seint að gera eitthvað í málinu.“ Lagið verður á fyrstu sólóplötu Steinarrs er væntanleg í vor. „Einkennandi fyrir lögin mín í dag eru þungar pælingar í textum en í léttum búningi,“ segir hann og vonar það besta í Eurovision. freyr@frettabladid.is
Mest lesið Patrik kaupir glæsihús frænku sinnar Lífið Berbrjósta og bleikhærðar með byltingu Lífið Töluðu íslensku við mannhafið Lífið Fullkominn brúðkaupsdagur í sænskum kastala Lífið Fárveik í París Lífið Skiptir stærðin raunverulega máli? Lífið Frumsýning á Vísi: Stikla fyrir aðra seríu af Bannað að hlæja Lífið Ástin sem eftir er framlag Íslands til Óskarsverðlauna Bíó og sjónvarp Stígur út fyrir ramma raunveruleikans Tíska og hönnun Einbýlishús með möguleika á makaskiptum Lífið Fleiri fréttir Segir lýtaaðgerðir hennar leið til að eldast með reisn Patrik kaupir glæsihús frænku sinnar Opnar sig eftir handtökuna Töluðu íslensku við mannhafið Hin 93 ára Jóhanna skríður enn um garðinn til að halda honum fínum Fárveik í París Fullkominn brúðkaupsdagur í sænskum kastala Skiptir stærðin raunverulega máli? Berbrjósta og bleikhærðar með byltingu Taylor Swift trúlofuð Taumlaus gleði og stjörnum prýddir tónleikar Stórstjörnur í mögulegum ástarþríhyrningi Leikur Elsu Lund í fatla eftir vondan skell Segir Gleðigönguna ekki vera fyrir sig en styður baráttuna Einbýlishús með möguleika á makaskiptum Sagan þegar Villi Vill ákvað að lagið Söknuður yrði í eigin jarðarför Frumsýning á Vísi: Stikla fyrir aðra seríu af Bannað að hlæja Dansinn dunaði á Menningarnótt Will Smith sakaður um að falsa áhorfendur með gervigreind Lil Nas X laus gegn tryggingu „Blessaður, þú ert með heilaæxli“ Woody Allen segist enginn aðdáandi Pútíns Ein glæsilegasta leikkona landsins selur slotið Lil Nas X ákærður fyrir brot á alríkislögum Ljúffengir hafraklattar með kaffinu Þetta eru keppendur Ungfrú Ísland Teen 2025 Hegðun Benedikts kom upp um bónorðið „Hjálpar okkur í að nýta þjónustu sem er ekki til á Íslandi í dag en ætti að vera til“ Fagurkeri selur miðbæjarperlu „Ég trúði því aldrei að ég yrði þessi gaur“ Sjá meira