Innlent

Heimdellingar gagnrýna stjórnvöld

Heimdallur, félag ungra Sjálfstæðismanna í Reykjavík, telur að íslensk stjórnvöld hafi því miður ekki ráðist í skipulega fundaherferð meðal evrópskra þingmanna og stjórnmálamanna til þess að kynna málstað Íslands í Icesave-málinu út á við. Því hafi skoðanir Breta og Hollendinga orðið ofan á, en rödd Íslands ekki heyrst sem skyldi. Þetta kemur meðal annars fram í opnu bréfi sem Heimdellingar sendu öllum þingmönnum í gær. Þar er jafnframt skorað á þingmenn að fylgja sannfæringu sinni við atkvæðagreiðsluna.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×