Innlent

Barði pilt í höfuðið með grjóti

Atvikið átti sér stað í Fjölbrautaskóla Suðurlands.
Atvikið átti sér stað í Fjölbrautaskóla Suðurlands.

Tæplega tvítugur piltur hefur verið dæmdur í fangelsi í einn mánuð, skilorðsbundið, fyrir að berja annan pilt í höfuðið með steinhnullungi. Atvikið átti sér stað í Fjölbrautaskóla Suðurlands í febrúar.

Pilturinn sem er af erlendum uppruna kvaðst hafa verið reittur til reiði vegna kynþáttafordóma.

Við ákvörðun refsingar leit dómurinn til þess að hann játaði brot sitt greiðlega fyrir lögreglu og dómi. Þá var hann sautján ára þegar árásin átti sér stað. Honum hefur ekki verið gerð refsing áður. Hins vegar var um einbeittan ásetning hans að ræða. - jss




Fleiri fréttir

Sjá meira


×