Enski boltinn

Manchester United búið að velja sér mótherja í Kína

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Það er mikil umstang í kringum lið Manchester United í æfingaferð liðsins til Asíu.
Það er mikil umstang í kringum lið Manchester United í æfingaferð liðsins til Asíu. Mynd/GettyImages
Manchester United hefur ákveðið að síðasti mótherji liðsins í Asíu-æfingaferðinni í sumar verði kínverska úrvalsdeildarliðið Hangzhou Greentown en leikurinn fer fram 26. júlí.

Fyrir þennan leik verða ensku meistararnir búnir að spila æfingaleiki í Malasíu, Indónesíu og Suður-Kóreu. Þetta verður þriðja árið í röð sem United-liðið byrjar tímabilið á því að ferðast um Asíu.

„Við erum mjög ánægðir með að vera aftur á leiðinni til Asíu. Það er einstakt andrúmsloft á leikjum liðsins og þú verður bara að vera á leikjunum til þess að átta þig á því. Þetta er frábær undirbúningur fyrir komandi tímabil," sagði David Gill, stjórnarformaður félagsins á heimasíð Manchester United.

Miðar á leiki United í Asíu hafa selst upp um leið síðustu tvö ár og allar æfingar liðsins hafa einnig verið vel sóttar. Með þessari þriðju ferð liðsins til þessa hluta heimsins hafa United-menn líklega gulltryggt sig í sessi sem vinsælasta knattspyrnufélagið í Asíu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×