Erlent

Iðnríkin ná samkomulagi í loftslagsmálum

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Obama er viðstaddur G8 fundinn. Mynd/ AFP.
Obama er viðstaddur G8 fundinn. Mynd/ AFP.
Fulltrúar átta stærstu iðnríkja heimsins, svokallaðra G-8 ríkja, náðu í gær samkomulagi um sameiginlegar lausnir í loftslagsmálum þegar samþykkt var að vinna að því að draga úr hlýnun jarðar þannig að hún yrði um 2 gráður á Celsius miðað við upphaf iðnbyltingarinnar og draga úr gróðurhúsaáhrifum um helming á næstu fjörtíu árum.

Í dag funda svo ríkin átta með helstu þróunarríkjum heimsins um málið og leiðir Barack Obama, forseti Bandaríkjanna, þann fund. Dregið hefur úr vonum um að samkomulag náist við öll ríkin eftir að Kínverjar og Indverjar lýstu sig andsnúna samkomulaginu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×