Lífið

Forsetinn skorar á Guðna

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Fróðlegt verður að sjá hvernig Atla Steini farnast í keppni við Guðna Ágústsson.
Fróðlegt verður að sjá hvernig Atla Steini farnast í keppni við Guðna Ágústsson.
Ólafur Ragnar Grímsson skorar á Guðna Ágústsson að taka þátt í spurningakeppni á Morgunvakt Rásar 2 í sinn stað.

Eins og Vísir greindi frá í gær laut Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins, í lægra haldi fyrir Atla Steini Guðmundssyni blaðamanni í keppninni í gær. Sá háttur er hafður á að sá sem tapar tilnefni næsta keppanda. Sigmundur Davíð tilnefndi Ólaf Ragnar Grímsson eftir tapið í gær. Ólafur Ragnar á hins vegar ekki heimangengt vegna þess að hann verður staddur erlendis.

Forsetinn tilnefndi hins vegar vin sinn Guðna Ágústsson, fyrrverandi formann Framsóknarflokksins, og lét þau orð fylgja með að hann vissi að Guðni væri manna fróðastur um fréttir. Ekki er enn komið í ljós hvort Guðni tekur áskoruninni.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.