Lífið

Meðlimir Rammstein leggja fyrir sig klámmyndaleik

Þýsku öfgarokkararnir og Íslandsvinirnir í Rammstein eru komnir aftur á stjá eftir nokkurt hlé en á dögunum var myndband við lagið "Pussy" frumsýnt á netinu.

Ólíklegt er að myndbandið birtist annars staðar en á veraldarvefnum því viðfangsefnið er klám af svæsnustu sort. Það sem meira er, þá leika hljómsveitarmeðlimirnir sjálfir í myndbandinu og standa sig að því er virðist býsna vel í hinum ýmsu rekkjubrögðum.

Leikstjóri myndbandsins er hinn sænski Jonas Akerlund sem leikstýrt hefur mörgum umdeildum myndböndum í gegnum tíðina fyrir listamenn á borð við Madonnu, U2 og Metallica. Myndband hans við Madonnulagið "American life" var til að mynda tekið úr sýningu á sínum tíma vegna grófs myndefnis.

"Pussy" verður þó væntanlega aldrei sýnt í sjónvarpi en þeir em hafa áhuga á að skoða myndbandið, nú eða hlusta á lagið, er bent á Google. Von er á nýrri plötu frá Rammstein mönnum í október.












Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.