Innlent

Gylfi Magnússon: Icesave-frumvarpið verður samþykkt

Gylfi Magnússon, viðskiptaráðherra.
Gylfi Magnússon, viðskiptaráðherra.

Viðskiptaráðherra Íslands, Gylfi Magnússon, sagði í viðtali við Reuters í Danmörku í gær, eftir að hann hafði setið fund með fjármálaráðherrum Norðurlandanna í Kaupmannahöfn, að Icesave frumvarpið yrði samþykkt.

Spurður út í andstöðu stjórnarandstöðunnar svaraði hann því til að málþófið væri eitthvað sem ekki gæti gengið til langs tíma og bætti svo við að ríkisstjórnin væri að reyna ná samkomulagi við stjórnarandstöðuna um framhald málsins - sem nú hefur tekist.

Hann sagði ennfremur í viðtali við Reuters að málið hefði gengið hægt og orðaði það sem svo að málið mjakaðist áfram á „skriðjöklahraða" (e. glaciar pace).

Þá sagði Gylfi í lok viðtalsins að meirihluti væri tryggður fyrir frumvarpinu.

Greinina má finna á fréttavef The New York Times.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×