Les hugsanir og lætur hluti svífa 20. nóvember 2009 06:00 Töframaðurinn John Tómasson fór í skóla í Las Vegas til að læra töfrabrögð. Hann hefur sérhæft sig í spilagöldrum og í því að láta hluti svífa. „Þetta byrjaði þannig að ég var með eitthvað af töfradóti til sölu í verslun minni, Börnum náttúrunnar, og fór eitthvað að fikta við þetta sjálfur,“ segir töframaðurinn John Tómasson sem hefur vakið mikla athygli fyrir töfrabrögð sín. Hann hefur meðal annars tekið að sér að troða upp á mannamótum bæði hér á landi og erlendis. „Ég komst svo að því að hér er til félag töframanna og þá má segja að áhuginn hafi kviknað fyrir alvöru,“ segir hann enn fremur um upphaf ferilsins. „Í sumar fór ég svo út til Las Vegas í skóla og þar bætti ég mikið við þekkingu mína.“ Hann segir um tuttugu og sex manns vera meðlimi í Hinu íslenska töframannagildi og þar af séu um sjö starfandi töframenn. Aðspurður segir John mikla leynd hvíla yfir faginu og að töframenn megi alls ekki tala um sum töfrabrögðin. „Það er viss tegund af töfrum sem alls ekki má tala um, en annað mega menn sýna og kenna, til dæmis spilagaldra.“ Í skólanum fékk John góðar ráðleggingar um hvaða töfrar hentuðu honum og segist hann hafa sérhæft sig í spilagöldrum og því að láta hluti svífa. „Ég tek mikið af spilagöldrum, sem oft eru erfiðustu töfrarnir, og læt hluti svífa. Það tók mig um átta mánuði að ná því hvernig eigi að stjórna sápukúlum í loftinu, á meðan var eldhúsgólfið útatað í sápulegi. Konan var mjög ánægð þessa átta mánuði því gólfið var alltaf tandurhreint,“ segir John og hlær. Hann segist jafnframt sérhæfa sig í töfrum sem kallast The Mentalist sem er nokkurs konar hugsanalestur. „Þá segi ég fyrirfram hvað manneskjan er að hugsa eða gera. Ég veit fyrirfram hvaða spil, orð eða lit hún mun velja og svo framvegis.“ Það er ekki á allra færi að verða góður töframaður og segir John þetta tímafrekt áhugamál, menn verði að æfa sig daglega og í nokkra tíma í senn. „Menn verða eiginlega að borða þetta í morgunmat ætli þeir að ná einhverjum árangri,“ segir John að lokum. Áhugasamir geta haft samband við John á sjonhverfing@internet.is eða símleiðis í síma 897 3083. -sm Mest lesið Ungfrú Ísland rýfur tengslin við Ungfrú Ísland Lífið Að gluða tómatsósu yfir sushi-ið Menning Stjörnulífið: Skýrslutaka hjá lögreglu, æla og Æðis-legir endurfundir Lífið Segir síðasta ár hafa verið strembið Lífið Bríet ældi á miðjum tónleikum Lífið Ískaldir IceGuys jólatónleikar Lífið Hver mínúta tók heilan mánuð af vinnu Lífið Snjókorn falla eins og þú hefur aldrei heyrt það Lífið „Var fljót að henda kjólnum aftur niður og labba inn á sviðið“ Lífið „Góður vetrardagur hér er 23 gráður“ Lífið Fleiri fréttir „Þegar maður er með einhverjum sem elskar að borða, þá er svo gaman að elda“ Katie Melua með tónleika í Hörpu í júní Segir síðasta ár hafa verið strembið Snjókorn falla eins og þú hefur aldrei heyrt það Stjörnulífið: Skýrslutaka hjá lögreglu, æla og Æðis-legir endurfundir Ungfrú Ísland rýfur tengslin við Ungfrú Ísland Draumadís Þórhildar og Hjalta skírð Ískaldir IceGuys jólatónleikar Bríet ældi á miðjum tónleikum Hver mínúta tók heilan mánuð af vinnu Þátttökulöndin ekki færri síðan 2003 Fordæmir barnaskap „skáeygðra“ sannra Finna „Litlu aumingjarnir þurftu að fara heim að sofa“ „Góður vetrardagur hér er 23 gráður“ Prestarnir sem passa þau sem samfélagið afskrifar eða dæmir Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Ebba Katrín hlaut styrk úr Minningarsjóði Stefaníu Krakkatían: HúbbaBúbba, Eurovision og handbolti Ein áhrifamesta grínleikkona Hollywood á lausu „Það eru forréttindi að eiga systur með Downs“ Fréttatía vikunnar: Afsökunarbeiðni, fréttastef og blaðamannafundur Þetta gúggluðu Íslendingar á árinu Klámleikkona slapp með sekt og brottvísun Grunaði strax að ókunnugur maður væri faðir vinkonu sinnar Róbert hættur við að mæta í hlaðvarp vegna viðtals við Albert Sannir Finnar lýsa yfir stuðningi við slaufuðu fegurðardrottninguna Innlit í glænýja mathöll í Smáralindinni Hanskar Gunna Nels, árituð ManU-treyja og Elli Egils á uppboði Húsið fallega í Eyjum komið langt á veg Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Sjá meira
„Þetta byrjaði þannig að ég var með eitthvað af töfradóti til sölu í verslun minni, Börnum náttúrunnar, og fór eitthvað að fikta við þetta sjálfur,“ segir töframaðurinn John Tómasson sem hefur vakið mikla athygli fyrir töfrabrögð sín. Hann hefur meðal annars tekið að sér að troða upp á mannamótum bæði hér á landi og erlendis. „Ég komst svo að því að hér er til félag töframanna og þá má segja að áhuginn hafi kviknað fyrir alvöru,“ segir hann enn fremur um upphaf ferilsins. „Í sumar fór ég svo út til Las Vegas í skóla og þar bætti ég mikið við þekkingu mína.“ Hann segir um tuttugu og sex manns vera meðlimi í Hinu íslenska töframannagildi og þar af séu um sjö starfandi töframenn. Aðspurður segir John mikla leynd hvíla yfir faginu og að töframenn megi alls ekki tala um sum töfrabrögðin. „Það er viss tegund af töfrum sem alls ekki má tala um, en annað mega menn sýna og kenna, til dæmis spilagaldra.“ Í skólanum fékk John góðar ráðleggingar um hvaða töfrar hentuðu honum og segist hann hafa sérhæft sig í spilagöldrum og því að láta hluti svífa. „Ég tek mikið af spilagöldrum, sem oft eru erfiðustu töfrarnir, og læt hluti svífa. Það tók mig um átta mánuði að ná því hvernig eigi að stjórna sápukúlum í loftinu, á meðan var eldhúsgólfið útatað í sápulegi. Konan var mjög ánægð þessa átta mánuði því gólfið var alltaf tandurhreint,“ segir John og hlær. Hann segist jafnframt sérhæfa sig í töfrum sem kallast The Mentalist sem er nokkurs konar hugsanalestur. „Þá segi ég fyrirfram hvað manneskjan er að hugsa eða gera. Ég veit fyrirfram hvaða spil, orð eða lit hún mun velja og svo framvegis.“ Það er ekki á allra færi að verða góður töframaður og segir John þetta tímafrekt áhugamál, menn verði að æfa sig daglega og í nokkra tíma í senn. „Menn verða eiginlega að borða þetta í morgunmat ætli þeir að ná einhverjum árangri,“ segir John að lokum. Áhugasamir geta haft samband við John á sjonhverfing@internet.is eða símleiðis í síma 897 3083. -sm
Mest lesið Ungfrú Ísland rýfur tengslin við Ungfrú Ísland Lífið Að gluða tómatsósu yfir sushi-ið Menning Stjörnulífið: Skýrslutaka hjá lögreglu, æla og Æðis-legir endurfundir Lífið Segir síðasta ár hafa verið strembið Lífið Bríet ældi á miðjum tónleikum Lífið Ískaldir IceGuys jólatónleikar Lífið Hver mínúta tók heilan mánuð af vinnu Lífið Snjókorn falla eins og þú hefur aldrei heyrt það Lífið „Var fljót að henda kjólnum aftur niður og labba inn á sviðið“ Lífið „Góður vetrardagur hér er 23 gráður“ Lífið Fleiri fréttir „Þegar maður er með einhverjum sem elskar að borða, þá er svo gaman að elda“ Katie Melua með tónleika í Hörpu í júní Segir síðasta ár hafa verið strembið Snjókorn falla eins og þú hefur aldrei heyrt það Stjörnulífið: Skýrslutaka hjá lögreglu, æla og Æðis-legir endurfundir Ungfrú Ísland rýfur tengslin við Ungfrú Ísland Draumadís Þórhildar og Hjalta skírð Ískaldir IceGuys jólatónleikar Bríet ældi á miðjum tónleikum Hver mínúta tók heilan mánuð af vinnu Þátttökulöndin ekki færri síðan 2003 Fordæmir barnaskap „skáeygðra“ sannra Finna „Litlu aumingjarnir þurftu að fara heim að sofa“ „Góður vetrardagur hér er 23 gráður“ Prestarnir sem passa þau sem samfélagið afskrifar eða dæmir Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Ebba Katrín hlaut styrk úr Minningarsjóði Stefaníu Krakkatían: HúbbaBúbba, Eurovision og handbolti Ein áhrifamesta grínleikkona Hollywood á lausu „Það eru forréttindi að eiga systur með Downs“ Fréttatía vikunnar: Afsökunarbeiðni, fréttastef og blaðamannafundur Þetta gúggluðu Íslendingar á árinu Klámleikkona slapp með sekt og brottvísun Grunaði strax að ókunnugur maður væri faðir vinkonu sinnar Róbert hættur við að mæta í hlaðvarp vegna viðtals við Albert Sannir Finnar lýsa yfir stuðningi við slaufuðu fegurðardrottninguna Innlit í glænýja mathöll í Smáralindinni Hanskar Gunna Nels, árituð ManU-treyja og Elli Egils á uppboði Húsið fallega í Eyjum komið langt á veg Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Sjá meira