Les hugsanir og lætur hluti svífa 20. nóvember 2009 06:00 Töframaðurinn John Tómasson fór í skóla í Las Vegas til að læra töfrabrögð. Hann hefur sérhæft sig í spilagöldrum og í því að láta hluti svífa. „Þetta byrjaði þannig að ég var með eitthvað af töfradóti til sölu í verslun minni, Börnum náttúrunnar, og fór eitthvað að fikta við þetta sjálfur,“ segir töframaðurinn John Tómasson sem hefur vakið mikla athygli fyrir töfrabrögð sín. Hann hefur meðal annars tekið að sér að troða upp á mannamótum bæði hér á landi og erlendis. „Ég komst svo að því að hér er til félag töframanna og þá má segja að áhuginn hafi kviknað fyrir alvöru,“ segir hann enn fremur um upphaf ferilsins. „Í sumar fór ég svo út til Las Vegas í skóla og þar bætti ég mikið við þekkingu mína.“ Hann segir um tuttugu og sex manns vera meðlimi í Hinu íslenska töframannagildi og þar af séu um sjö starfandi töframenn. Aðspurður segir John mikla leynd hvíla yfir faginu og að töframenn megi alls ekki tala um sum töfrabrögðin. „Það er viss tegund af töfrum sem alls ekki má tala um, en annað mega menn sýna og kenna, til dæmis spilagaldra.“ Í skólanum fékk John góðar ráðleggingar um hvaða töfrar hentuðu honum og segist hann hafa sérhæft sig í spilagöldrum og því að láta hluti svífa. „Ég tek mikið af spilagöldrum, sem oft eru erfiðustu töfrarnir, og læt hluti svífa. Það tók mig um átta mánuði að ná því hvernig eigi að stjórna sápukúlum í loftinu, á meðan var eldhúsgólfið útatað í sápulegi. Konan var mjög ánægð þessa átta mánuði því gólfið var alltaf tandurhreint,“ segir John og hlær. Hann segist jafnframt sérhæfa sig í töfrum sem kallast The Mentalist sem er nokkurs konar hugsanalestur. „Þá segi ég fyrirfram hvað manneskjan er að hugsa eða gera. Ég veit fyrirfram hvaða spil, orð eða lit hún mun velja og svo framvegis.“ Það er ekki á allra færi að verða góður töframaður og segir John þetta tímafrekt áhugamál, menn verði að æfa sig daglega og í nokkra tíma í senn. „Menn verða eiginlega að borða þetta í morgunmat ætli þeir að ná einhverjum árangri,“ segir John að lokum. Áhugasamir geta haft samband við John á sjonhverfing@internet.is eða símleiðis í síma 897 3083. -sm Mest lesið „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Lífið Endaði á geðdeild eftir notkun MDMA í sálfræðimeðferð Lífið Stjörnulífið: „Engar áhyggjur við erum ekki skilin“ Lífið Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Menning Boxari selur íbúð með heitum potti og Esju útsýni Lífið Ómissandi gönguleiðir sem þú verður að prófa Lífið „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Lífið Telur að 511 kílómetra hlaupið styrki hlauparann Lífið Riddarar kærleikans í hringferð um landið Lífið Góð ráð fyrir garðinn í sumar Lífið samstarf Fleiri fréttir Boxari selur íbúð með heitum potti og Esju útsýni Telur að 511 kílómetra hlaupið styrki hlauparann „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Ómissandi gönguleiðir sem þú verður að prófa Stjörnulífið: „Engar áhyggjur við erum ekki skilin“ Riddarar kærleikans í hringferð um landið Endaði á geðdeild eftir notkun MDMA í sálfræðimeðferð Reykvíkingur ársins tileinkar samstarfsfólki útnefninguna Nágrannar kveðja sjónvarpsskjáinn „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Krakkatían: Narnía, krónprins og sundlaugs Klay Thompson og Megan Thee Stallion nýtt par Börnin læra að sauma út, baka og elda í Hússtjórnarskólanum „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Ragga Holm og Elma trúlofaðar Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Bieber gefur út óvænta plötu Þúsundir mótmæla: Hætt við tónlistarhátíð þar sem Ye átti að koma fram Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Einhver áhætta fylgi öllum atriðum í sirkusnum Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Markús nýr safnstjóri Listasafns Reykjavíkur Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Sjá meira
„Þetta byrjaði þannig að ég var með eitthvað af töfradóti til sölu í verslun minni, Börnum náttúrunnar, og fór eitthvað að fikta við þetta sjálfur,“ segir töframaðurinn John Tómasson sem hefur vakið mikla athygli fyrir töfrabrögð sín. Hann hefur meðal annars tekið að sér að troða upp á mannamótum bæði hér á landi og erlendis. „Ég komst svo að því að hér er til félag töframanna og þá má segja að áhuginn hafi kviknað fyrir alvöru,“ segir hann enn fremur um upphaf ferilsins. „Í sumar fór ég svo út til Las Vegas í skóla og þar bætti ég mikið við þekkingu mína.“ Hann segir um tuttugu og sex manns vera meðlimi í Hinu íslenska töframannagildi og þar af séu um sjö starfandi töframenn. Aðspurður segir John mikla leynd hvíla yfir faginu og að töframenn megi alls ekki tala um sum töfrabrögðin. „Það er viss tegund af töfrum sem alls ekki má tala um, en annað mega menn sýna og kenna, til dæmis spilagaldra.“ Í skólanum fékk John góðar ráðleggingar um hvaða töfrar hentuðu honum og segist hann hafa sérhæft sig í spilagöldrum og því að láta hluti svífa. „Ég tek mikið af spilagöldrum, sem oft eru erfiðustu töfrarnir, og læt hluti svífa. Það tók mig um átta mánuði að ná því hvernig eigi að stjórna sápukúlum í loftinu, á meðan var eldhúsgólfið útatað í sápulegi. Konan var mjög ánægð þessa átta mánuði því gólfið var alltaf tandurhreint,“ segir John og hlær. Hann segist jafnframt sérhæfa sig í töfrum sem kallast The Mentalist sem er nokkurs konar hugsanalestur. „Þá segi ég fyrirfram hvað manneskjan er að hugsa eða gera. Ég veit fyrirfram hvaða spil, orð eða lit hún mun velja og svo framvegis.“ Það er ekki á allra færi að verða góður töframaður og segir John þetta tímafrekt áhugamál, menn verði að æfa sig daglega og í nokkra tíma í senn. „Menn verða eiginlega að borða þetta í morgunmat ætli þeir að ná einhverjum árangri,“ segir John að lokum. Áhugasamir geta haft samband við John á sjonhverfing@internet.is eða símleiðis í síma 897 3083. -sm
Mest lesið „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Lífið Endaði á geðdeild eftir notkun MDMA í sálfræðimeðferð Lífið Stjörnulífið: „Engar áhyggjur við erum ekki skilin“ Lífið Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Menning Boxari selur íbúð með heitum potti og Esju útsýni Lífið Ómissandi gönguleiðir sem þú verður að prófa Lífið „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Lífið Telur að 511 kílómetra hlaupið styrki hlauparann Lífið Riddarar kærleikans í hringferð um landið Lífið Góð ráð fyrir garðinn í sumar Lífið samstarf Fleiri fréttir Boxari selur íbúð með heitum potti og Esju útsýni Telur að 511 kílómetra hlaupið styrki hlauparann „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Ómissandi gönguleiðir sem þú verður að prófa Stjörnulífið: „Engar áhyggjur við erum ekki skilin“ Riddarar kærleikans í hringferð um landið Endaði á geðdeild eftir notkun MDMA í sálfræðimeðferð Reykvíkingur ársins tileinkar samstarfsfólki útnefninguna Nágrannar kveðja sjónvarpsskjáinn „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Krakkatían: Narnía, krónprins og sundlaugs Klay Thompson og Megan Thee Stallion nýtt par Börnin læra að sauma út, baka og elda í Hússtjórnarskólanum „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Ragga Holm og Elma trúlofaðar Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Bieber gefur út óvænta plötu Þúsundir mótmæla: Hætt við tónlistarhátíð þar sem Ye átti að koma fram Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Einhver áhætta fylgi öllum atriðum í sirkusnum Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Markús nýr safnstjóri Listasafns Reykjavíkur Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Sjá meira