Innlent

Stjórnarformaður Alþjóðahúss hættir eftir ásakanir um bruðl

Stjórnarformaður Alþjóðahússins, Katla Þorsteinsdóttir, hefur hætt öllum afskiptum af Alþjóðahúsinu eftir harða gagnrýni núverandi og fyrrverandi starfsmanna þess. Þetta kemur fram í yfirlýsingu sem hún sendi frá sér síðdegis en tilefnið er fréttaflutningur Stöðvar 2 í gærkvöldi.

Starfsmenn voru ósáttir við að stjórnin kom í veg fyrir að lögfræðingur yrði ráðin til starfa eins og nauðsyn var að þeirra mati. Katla, sem var stjórnarformaður, þáði laun fyrir 50% vinnu í Alþjóðahúsi þrátt fyrir að hún væri í 100% starfi annars staðar, en hún er framkvæmdastjóri hjá Rauða Krossinum.

Samkvæmd heimildum hefur Katla þegið rúmar tvær milljónir í laun frá Alþjóðahúsi það sem af er þessu ári samhliða fullu starfi sínu sem framkvæmdastjóri hjá Rauða krossinum.

Í yfirlýsingu sinni skrifar Katla: „Ætlun mín var aldrei sú að sinna starfi hjá Alþjóðahúsi að því marki eða svo lengi sem raun varð, heldur var það ætlun mín að bjarga málum þar til staðan væri ljós. Mér láðist þennan tíma að gera stjórn Reykjavíkurdeildar Rauða krossins grein fyrir umfangi starfa minna fyrir Alþjóðahús. Mér þykir það mjög miður."






Tengdar fréttir

Bruðl í Alþjóðahúsinu

Alþjóðahús stendur ekki undir nafni og starfsemin þar er ekki svipur hjá sjón. Þetta er skoðun bæði núverandi og fyrrverandi starfsmanna sem gagnrýna að eigendum hafi verið greiddur arður og að stjórnarformaður þiggi milljónir króna í laun fyrir lögfræðistörf þrátt fyrir að vera í fullri vinnu annars staðar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×