Innlent

Papeyjarsmyglið: Gæsluvarðhald framlengt yfir þremur

Þrír karlar hafa verið úrskurðaðir í áframhaldandi gæsluvarðhald að kröfu lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu í tengslum við Papeyjarsmyglið svokalllaða á dögunum. Framlengingin er gerð á grundvelli rannsóknarhagsmuna.

Halldór Hlíðar Bergmundsson var úrskurðaður í gæsluvarðhald til 29.maí en þeir Jónas Árni Lúðvíksson og Pétur Kúld Pétursson til 2.júní. Þeir hafa allir kært úrskurðinn til Hæstaréttar.

Mennirnir voru allir handteknir í apríl í tengslum við smygl á rúmlega hundrað kílóum af fíkniefnum, en þeir voru allir í landi. Gæsluvarðhald yfir mönnunum þremur sem voru um borð í skútunni rennur út á morgun.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×