Ian Wright: Owen verður að velja á milli boltans og hestanna Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 31. mars 2009 19:00 Owen er ekki í myndinni hjá Fabio Capello sem stendur. Nordic Photos/Getty Images Ian Wright, fyrrum leikmaður Arsenal og enska landsliðsins, segir að honum sárni við að sjá feril Michael Owen dala eins og hann hefur gert undanfarin ár. Owen hefur lítið spilað með Newcastle að undanförnu en hann hefur ítrekað átt við meiðsli að stríða. Enska landsliðið á í miklum vandræðum með sóknarmenn eftir að þeir Emile Heskey og Carlton Cole meiddust um helgina. Jafnvel þótt að Peter Crouch væri tæpur ákvað Fabio Capello landsliðsþjálfari að kalla aðeins á einn sóknarmann til viðbótar - Darren Bent hjá Tottenham. Michael Owen vantar aðeins níu mörk upp á að jafna markamet Bobby Charlton sem skoraði 49 mörk með enska landsliðinu á sínum tíma. En Owen virðist einfaldlega ekki í myndinni hjá Capello. „Hann hefur nægan tíma eftir að knattspyrnuferlinum lýkur til að hugsa um hestana sína," sagði Wright í samtali við götublaðið The Sun í dag. „En eins og málin standa nú efast ég um að hann geti ógnað meti Charlton því ferillinn hans er á niðurleið. Ég skil Capello vel enda er Owen hvorki í góðu leikformi né góðu líkamlegu formi. Hann á meira að segja erfitt með að komast í byrjunarlið Newcastle og líkist engan veginn þeim Owen sem við þekktum áður." „Ég hef verið mikill aðdáandi Michael Owen í gegnum tíðina en í dag er ég hans harðasti gagnrýnandi." „Hann ætti að einbeita sér að knattspyrnunni fyrst og fremst. Við þurfum á Owen að halda fyrir HM í Suður-Afríku á næsta ári. Hann þarf að taka sér David Beckham til fyrirmyndar. Beckham fór til Bandaríkjanna og áttaði sig á því að hann gerði risastór mistök. Því fór hann til AC Milan og vann sér aftur sæti í enska landsliðinu. Það er hægt að segja ýmislegt um Beckham en enginn getur neitað því að hann elskar að spila fyrir hönd þjóðar sinnar." Samningur Owen við Newcastle rennur út í sumar og segir Wright að hann verði að finna sér nýja áskorun. „Hann verður að taka sig taki, koma sér í stand og finna sitt gamla form. Aðeins þá má hann eiga von á því að kallið komi loksins." Mest lesið Undrandi á skrýtinni stöðu: „Þetta er bara ekki að virka“ Handbolti Alfreð tekur á sig sökina: Gagnrýndur óbeint af leikmanni Handbolti Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Enski boltinn Andri einn og yfirgefinn: „Held ég hafi sloppið“ Handbolti Stærsta stund strákanna okkar Handbolti Stór mistök Alfreðs reyndust Þjóðverjum dýrkeypt Handbolti Fá martraðir um Tryggva eftir leik kvöldsins Körfubolti Króatar Dags lentu í kröppum dansi í fyrsta leik á EM Handbolti „Hef verið í handbolta í þúsund ár en hef aldrei séð neitt þessu líkt“ Handbolti Stefán Teitur sætti sig ekki við bekkjarsetu: „Það besta í stöðunni“ Fótbolti Fleiri fréttir Sjáðu hvernig United vann City og öll mörkin úr enska í gær Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Benoný skoraði sigurmark Stockport Kærkominn sigur í fyrsta deildarleik Rosenior með Chelsea Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Markaskorarinn Mbeumo: „Old Trafford var ótrúlegur í dag“ Draumabyrjun hjá Carrick Alveg sama hvað Roy Keane hefur að segja Slot segir Salah enn vera mjög mikilvægan fyrir Liverpool Glasner hættir með Crystal Palace í vor og Guehi fer nú í janúar Félagsfærni og persónuleiki skiptir miklu máli þegar Tuchel velur HM-hópinn Nýr þjálfari Chelsea minnti leikmenn á að þvo sér um hendur Engin mistök þegar „rangstöðumark“ Wirtz var dæmt gilt Ekki viss um framtíð sína hjá Liverpool Nýr stjóri Chelsea sagðist sjálfur bera ábyrgð á mistökum markvarðarins „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Guardiola segir að Haaland sé úrvinda Segir ósanngjarnt að kalla Arsenal „Set Piece FC“ Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Benoný kom inn á og breytti leiknum Carrick tekinn við Manchester United Hvað sagði verðandi þjálfari United í einkaviðtali við Sýn Sport? Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Sjá meira
Ian Wright, fyrrum leikmaður Arsenal og enska landsliðsins, segir að honum sárni við að sjá feril Michael Owen dala eins og hann hefur gert undanfarin ár. Owen hefur lítið spilað með Newcastle að undanförnu en hann hefur ítrekað átt við meiðsli að stríða. Enska landsliðið á í miklum vandræðum með sóknarmenn eftir að þeir Emile Heskey og Carlton Cole meiddust um helgina. Jafnvel þótt að Peter Crouch væri tæpur ákvað Fabio Capello landsliðsþjálfari að kalla aðeins á einn sóknarmann til viðbótar - Darren Bent hjá Tottenham. Michael Owen vantar aðeins níu mörk upp á að jafna markamet Bobby Charlton sem skoraði 49 mörk með enska landsliðinu á sínum tíma. En Owen virðist einfaldlega ekki í myndinni hjá Capello. „Hann hefur nægan tíma eftir að knattspyrnuferlinum lýkur til að hugsa um hestana sína," sagði Wright í samtali við götublaðið The Sun í dag. „En eins og málin standa nú efast ég um að hann geti ógnað meti Charlton því ferillinn hans er á niðurleið. Ég skil Capello vel enda er Owen hvorki í góðu leikformi né góðu líkamlegu formi. Hann á meira að segja erfitt með að komast í byrjunarlið Newcastle og líkist engan veginn þeim Owen sem við þekktum áður." „Ég hef verið mikill aðdáandi Michael Owen í gegnum tíðina en í dag er ég hans harðasti gagnrýnandi." „Hann ætti að einbeita sér að knattspyrnunni fyrst og fremst. Við þurfum á Owen að halda fyrir HM í Suður-Afríku á næsta ári. Hann þarf að taka sér David Beckham til fyrirmyndar. Beckham fór til Bandaríkjanna og áttaði sig á því að hann gerði risastór mistök. Því fór hann til AC Milan og vann sér aftur sæti í enska landsliðinu. Það er hægt að segja ýmislegt um Beckham en enginn getur neitað því að hann elskar að spila fyrir hönd þjóðar sinnar." Samningur Owen við Newcastle rennur út í sumar og segir Wright að hann verði að finna sér nýja áskorun. „Hann verður að taka sig taki, koma sér í stand og finna sitt gamla form. Aðeins þá má hann eiga von á því að kallið komi loksins."
Mest lesið Undrandi á skrýtinni stöðu: „Þetta er bara ekki að virka“ Handbolti Alfreð tekur á sig sökina: Gagnrýndur óbeint af leikmanni Handbolti Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Enski boltinn Andri einn og yfirgefinn: „Held ég hafi sloppið“ Handbolti Stærsta stund strákanna okkar Handbolti Stór mistök Alfreðs reyndust Þjóðverjum dýrkeypt Handbolti Fá martraðir um Tryggva eftir leik kvöldsins Körfubolti Króatar Dags lentu í kröppum dansi í fyrsta leik á EM Handbolti „Hef verið í handbolta í þúsund ár en hef aldrei séð neitt þessu líkt“ Handbolti Stefán Teitur sætti sig ekki við bekkjarsetu: „Það besta í stöðunni“ Fótbolti Fleiri fréttir Sjáðu hvernig United vann City og öll mörkin úr enska í gær Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Benoný skoraði sigurmark Stockport Kærkominn sigur í fyrsta deildarleik Rosenior með Chelsea Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Markaskorarinn Mbeumo: „Old Trafford var ótrúlegur í dag“ Draumabyrjun hjá Carrick Alveg sama hvað Roy Keane hefur að segja Slot segir Salah enn vera mjög mikilvægan fyrir Liverpool Glasner hættir með Crystal Palace í vor og Guehi fer nú í janúar Félagsfærni og persónuleiki skiptir miklu máli þegar Tuchel velur HM-hópinn Nýr þjálfari Chelsea minnti leikmenn á að þvo sér um hendur Engin mistök þegar „rangstöðumark“ Wirtz var dæmt gilt Ekki viss um framtíð sína hjá Liverpool Nýr stjóri Chelsea sagðist sjálfur bera ábyrgð á mistökum markvarðarins „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Guardiola segir að Haaland sé úrvinda Segir ósanngjarnt að kalla Arsenal „Set Piece FC“ Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Benoný kom inn á og breytti leiknum Carrick tekinn við Manchester United Hvað sagði verðandi þjálfari United í einkaviðtali við Sýn Sport? Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Sjá meira