Erlent

Segja gasflutninga til ESB óskerta þrátt fyrir lokun í Úkraínu

Atli Steinn Guðmundsson skrifar
Höfuðstöðvar Gazprom í Moskvu.
Höfuðstöðvar Gazprom í Moskvu. MYND/CNN

Rússar fullvissa Evrópusambandslönd um að gasflutningar til landanna muni ekki skerðast þrátt fyrir að lokað verði fyrir gas til Úkraínu.

Meintir ógreiddir gasreikningar Úkraínu upp á 360 milljarða króna hafa nú orðið til þess að rússneski orkurisinn Gazprom hefur skrúfað fyrir gasflutninga til landsins. Fimmti hlutinn af því gasi sem Evrópusambandslöndin kaupa er flutt gegnum pípur sem liggja yfir Úkraínu og hafa menn því haft af því áhyggjur hvort gas muni áfram berast þessa leið til ESB-landanna eftir að lokað var fyrir gasið til Úkraínu.

Talsmenn Gazprom segja að svo verði og muni lokunin ekki hafa nein áhrif á löndin. Úkraínumenn fullyrða að skuld þeirra við Gazprom sé þegar greidd en því neita Rússar. Úkraínska gasfyrirtækið Naftogaz hefur nú gripið til varagasbirgða sinna sem eiga að endast landinu í nokkra mánuði en forseti landsins, Viktor Yushchenko, segir samningaviðræður við Rússa á lokastigi og vonist hann til þess að gasmálin verði komin í eðlilegt horf eigi síðar en 7. janúar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×