Lífið

Ósáttir við tölvuleik

kurt cobain Dave Grohl og Krist Novoselic telja að fyrrverandi félagi sinn eigi betra skilið.
kurt cobain Dave Grohl og Krist Novoselic telja að fyrrverandi félagi sinn eigi betra skilið.

Dave Grohl og Krist Novoselic, fyrrum liðsmenn Nirvana, eru ósáttir við það hvernig Kurt Cobain er notaður í nýjum Guitar Hero-tölvuleik.

Þeir telja ekki við hæfi að hinn sálugi Nirvana-söngvari geti spilað lög eftir aðra listamenn í leiknum. Auk þess að spila Nirvana-lög getur eftirlíking Cobains spilað lög eftir 85 aðra flytjendur, þar á meðal Bon Jovi og Bush.

„Það er erfitt að ímynda sér Kurt spila tónlist annarra listamanna innan um teiknaðar persónur.

Kurt Cobain samdi lög sem skipta fjölda fólks máli. Okkur finnst hann eiga betra skilið," sögðu þeir.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.