Innlent

Vilhjálmur óviss hvort lending náist í dag

Hafsteinn Gunnar Hauksson skrifar
Vilhjálmur Egilsson
Vilhjálmur Egilsson

Aðilar vinnumarkaðarins funduðu um stöðuleikasáttmálann svokalla fram yfir miðnætti í gær. Þeir halda áfram viðræðum í dag og segir Vilhjálmur Egilsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, að unnið sé í ýmsum hornum að samkomulagi.

„Það er margt sem er að ganga eftir. Svo er annað sem er óleyst," segir Vilhjálmur.

Aðspurður hvort hann sé bjartsýnn á að lending náist í dag segist Vilhjálmur ekkert vilja um það segja á þessari stundu: „Ég er í fullkominni óvissu um það."






Fleiri fréttir

Sjá meira


×