Lífið

Tiësto fær slæma dóma

Plötusnúðurinn Tiësto fær slæma dóma á Pitchfork.
Plötusnúðurinn Tiësto fær slæma dóma á Pitchfork.

Kaleidoscope, nýjasta plata hollenska plötusnúðsins Tiësto, fær slæma útreið á bandarísku tónlistarsíðunni Pitchfork. Jónsi í Sigur Rós syngur titillag plötunnar en það virðist ekki hafa dugað til því hún fær aðeins 3,8 í einkunn af 10 mögulegum.

„Kaleidoscope er hræðileg. Hún sýnir hvernig hálfmótuð danstónlist blandast saman við illa samið popp. Platan batnar örlítið þegar hún sækir innblástur sinn í klisjurnar. Tiësto hamast síðan á þeim þar til þær eru orðnar forljótar,“ segir í umsögninni. Platan fær betri dóma hjá BBC þar sem söngur Jónsa er lofaður og sagður draumkenndur og frá öðrum heimi.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.