Lífið

Vandræði Polanski

Heimildarmyndin Roman Polanski: Wanted and Desired verður frumsýnd á morgun.
Heimildarmyndin Roman Polanski: Wanted and Desired verður frumsýnd á morgun.

Heimildarmyndin Roman Polanski: Wanted and Desired verður frumsýnd hjá Græna ljósinu á morgun. Um áhugaverða mynd er að ræða sem fjallar um hið sögufræga mál þegar leikstjórinn Roman Polanski var árið 1977 kærður fyrir að hafa haft mök við þrettán ára stúlku og gefið henni eiturlyf.

Ellefu mánuðum síðar flúði hann til Evrópu áður en dómur var kveðinn upp, eftir að hafa játað sök sína. Myndin rannsakar hvað gerðist á þessum ellefu mánuðum með áður ósýndu myndefni, brotum úr myndum hans og nýjum viðtölum við flesta lykilaðila málsins, þar á meðal lögmennina og fórnarlambið, auk vini leikstjórans.

Polanski sjálfur er sveipaður dulúð en skýr mynd birtist af innviðum réttarkerfisins í Bandaríkjunum og dómara sem hafði meiri áhuga á ímynd sinni í fjölmiðlum en framgangi réttvísinnar.

Málið er nú komið aftur í kastljós fjölmiðla þar sem Polanski hefur nú þrjátíu árum síðar verið handtekinn vegna málsins í Sviss og bíður framsals til Bandaríkjanna.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.