Innlent

Ökumaður stórslasaðist vegna áreksturs við fíkniefnasjúkling

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi í dag Heiðu Björk Hjaltadóttur í fimm mánaða fangelsi fyrir að aka undir áhrifum fíkniefna.

Heiða Björk ók bifreið, þann 8. október síðastliðinn, suður Þorlákshafnarveg, skammt norðan við gatnamót Eyrarbakkavegar undir áhrifum amfetamíns, metamfetamíns og Nítrazepams. Við aksturinn missti Heiða Björk bifreið sína yfir á öfugan vegarhelming með þeim afleiðingum að mjög harður árekstur varð með bifreið ákærðu og bifreiðinni og ökumaður bifreiðarinnar hlaut opið höfuðkúpubrot , dreifðan heilaskaða og verulega skerðingu á heilastarfsemi. Í dómnum kemur fram að horfur mannsins með að komast aftur í vinnu séu óljósar en ólíklegt sé að hann hverfi aftur til fyrra starfs.

Þá var Heiða Björk jafnframt dæmd fyrir að hafa ekið bifreið vestur Eyrarbakkaveg við Eyrarbakka, á Þorláksmessu í fyrra undir áhrifum amfetamíns, metamfetamíns og tetrahýdrókannbínólsýru.

Heiða Björk á langan afbrotaferil að baki allt frá árinu 1993 þegar hún hlaut fimm ára fangelsi fyrir líkamsárás.

Auk fimm mánaða fangelsisdóms var Heiða Björk svipt ökuleyfi í þrjú ár og dæmd til að greiða 1300 þúsund í sakarkostnað.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×