SAMDI DANS FYRIR SHAKIRU 3. nóvember 2009 06:00 útbreitt myndband Katrín Hall samdi dans í nýjasta myndbandi Shakiru. Myndbandið var frumsýnt á föstudag og hefur þegar fengið 220.000 áhorf á Youtube.MYnd/jónatan „Það var mjög skemmtilegt að fá að dýfa litlu tánni í þennan ótrúlega iðnað í Hollywood," segir danshöfundurinn Katrín Hall, listrænn stjórnandi Íslenska dansflokksins. Katrín samdi dansinn í nýjasta tónlistarmyndbandi Shakiru, við lagið Did it Again. Myndbandinu var leikstýrt af Sophie Muller, sem hefur unnið með mörgum af vinsælustu tónlistarmönnum heims, og var frumsýnt í þýska sjónvarpsþættinum Neu síðasta föstudag og fór í kjölfarið í spilun um allan heim. Þá hefur myndbandið verið spilað meira en 220.000 sinnum á Youtube. Shakira vildi sjálf fá Katrínu í verkefnið, en hún var hrifin af dansinum í stuttmyndinni Burst eftir Katrínu og Reyni Lyngdal. Katrín ber Shakiru söguna vel og segir hana vera mjög metnaðarfulla. „Hún er fagmanneskja fram í fingurgóma og veit hvað hún vill," segir Katrín og bætir við að það sé virðingarvert að söngkonan reyni að stýra framhjá klisjum í myndbandinu. „Hún blandar saman listformum og menningarheimum. Þarna eru til dæmis kóreskar konur á ásláttarhljóðfærum og svo sækir hún danshöfund frá Íslandi. Hún á allan heiður skilinn fyrir sína viðleitni að fara ótroðnar slóðir." Did it Again er önnur smáskífan af nýjustu plötu Shakiru, She Wolf, sem kom út í október. Platan hefur selst í meira en 600.000 eintökum frá því hún kom út og titillag plötunnar fór hátt á vinsældalistum um allan heim. Myndbandið er sjóðandi heitt og dansinn fer að miklu leyti fram á rúmi inni í dimmu svefnherbergi. Dansarinn Daniel Cloud Como túlkar elskhuga Shakiru í myndbandinu, en hann hefur meðal annars dansað í tónleikaferðalögum Madonnu. „Hann er ótrúlega góður dansari," segir Katrín. „Við vorum mjög heppin að fá hann. Kemístrían á milli þeirra virkaði og þetta var mjög skemmtileg reynsla." Æfingar fyrir myndbandið fóru fram í New York, en þar fékk Katrín tvo daga með Shakiru og Daniel. Tökur á myndbandinu fóru svo fram í Los Angeles og umfangið var samkvæmt því. „Þetta var nánast eins og bíómynd," segir hún. „Það komu svo margir að gerð þessa stutta myndbands - hundruð manna og stúdíóið sem það var tekið upp í var risastórt og leikmyndin smíðuð frá grunni. Þetta var ótrúlegt."atlifannar@frettabladid.is Mest lesið „Góður vetrardagur hér er 23 gráður“ Lífið „Litlu aumingjarnir þurftu að fara heim að sofa“ Lífið Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Þátttökulöndin ekki færri síðan 2003 Lífið Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Lífið Upphitaðir afneitunarafgangar Frosta Gagnrýni Prestarnir sem passa þau sem samfélagið afskrifar eða dæmir Lífið Hver mínúta tók heilan mánuð af vinnu Lífið Auður segir skilið við Gímaldið Menning Íslenskt La(m)bubu úr gæru, soðnu kindahorni og fiskaugum Tíska og hönnun Fleiri fréttir Hver mínúta tók heilan mánuð af vinnu Þátttökulöndin ekki færri síðan 2003 Fordæmir barnaskap „skáeygðra“ sannra Finna „Litlu aumingjarnir þurftu að fara heim að sofa“ „Góður vetrardagur hér er 23 gráður“ Prestarnir sem passa þau sem samfélagið afskrifar eða dæmir Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Ebba Katrín hlaut styrk úr Minningarsjóði Stefaníu Krakkatían: HúbbaBúbba, Eurovision og handbolti Ein áhrifamesta grínleikkona Hollywood á lausu „Það eru forréttindi að eiga systur með Downs“ Fréttatía vikunnar: Afsökunarbeiðni, fréttastef og blaðamannafundur Þetta gúggluðu Íslendingar á árinu Klámleikkona slapp með sekt og brottvísun Grunaði strax að ókunnugur maður væri faðir vinkonu sinnar Róbert hættur við að mæta í hlaðvarp vegna viðtals við Albert Sannir Finnar lýsa yfir stuðningi við slaufuðu fegurðardrottninguna Innlit í glænýja mathöll í Smáralindinni Hanskar Gunna Nels, árituð ManU-treyja og Elli Egils á uppboði Húsið fallega í Eyjum komið langt á veg Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Krökkt af kempum í útgáfuhófi Óla Jó Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Svipt krúnunni eftir að hafa gert sig skáeygða Spígsporandi górilla á fyndnustu dýralífsmynd ársins Tóku áskoruninni og Joey Christ sver af sér sviðsetningu Opnar sig loksins um sambandið umtalaða Þetta þykja flottustu jólaskreytingarnar í miðborginni Listaverkin í World Class sem gjarnan hafa verið á milli tannanna á fólki Hvert er burðarþol íslensks almennings fyrir kjaftæði? Sjá meira
„Það var mjög skemmtilegt að fá að dýfa litlu tánni í þennan ótrúlega iðnað í Hollywood," segir danshöfundurinn Katrín Hall, listrænn stjórnandi Íslenska dansflokksins. Katrín samdi dansinn í nýjasta tónlistarmyndbandi Shakiru, við lagið Did it Again. Myndbandinu var leikstýrt af Sophie Muller, sem hefur unnið með mörgum af vinsælustu tónlistarmönnum heims, og var frumsýnt í þýska sjónvarpsþættinum Neu síðasta föstudag og fór í kjölfarið í spilun um allan heim. Þá hefur myndbandið verið spilað meira en 220.000 sinnum á Youtube. Shakira vildi sjálf fá Katrínu í verkefnið, en hún var hrifin af dansinum í stuttmyndinni Burst eftir Katrínu og Reyni Lyngdal. Katrín ber Shakiru söguna vel og segir hana vera mjög metnaðarfulla. „Hún er fagmanneskja fram í fingurgóma og veit hvað hún vill," segir Katrín og bætir við að það sé virðingarvert að söngkonan reyni að stýra framhjá klisjum í myndbandinu. „Hún blandar saman listformum og menningarheimum. Þarna eru til dæmis kóreskar konur á ásláttarhljóðfærum og svo sækir hún danshöfund frá Íslandi. Hún á allan heiður skilinn fyrir sína viðleitni að fara ótroðnar slóðir." Did it Again er önnur smáskífan af nýjustu plötu Shakiru, She Wolf, sem kom út í október. Platan hefur selst í meira en 600.000 eintökum frá því hún kom út og titillag plötunnar fór hátt á vinsældalistum um allan heim. Myndbandið er sjóðandi heitt og dansinn fer að miklu leyti fram á rúmi inni í dimmu svefnherbergi. Dansarinn Daniel Cloud Como túlkar elskhuga Shakiru í myndbandinu, en hann hefur meðal annars dansað í tónleikaferðalögum Madonnu. „Hann er ótrúlega góður dansari," segir Katrín. „Við vorum mjög heppin að fá hann. Kemístrían á milli þeirra virkaði og þetta var mjög skemmtileg reynsla." Æfingar fyrir myndbandið fóru fram í New York, en þar fékk Katrín tvo daga með Shakiru og Daniel. Tökur á myndbandinu fóru svo fram í Los Angeles og umfangið var samkvæmt því. „Þetta var nánast eins og bíómynd," segir hún. „Það komu svo margir að gerð þessa stutta myndbands - hundruð manna og stúdíóið sem það var tekið upp í var risastórt og leikmyndin smíðuð frá grunni. Þetta var ótrúlegt."atlifannar@frettabladid.is
Mest lesið „Góður vetrardagur hér er 23 gráður“ Lífið „Litlu aumingjarnir þurftu að fara heim að sofa“ Lífið Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Þátttökulöndin ekki færri síðan 2003 Lífið Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Lífið Upphitaðir afneitunarafgangar Frosta Gagnrýni Prestarnir sem passa þau sem samfélagið afskrifar eða dæmir Lífið Hver mínúta tók heilan mánuð af vinnu Lífið Auður segir skilið við Gímaldið Menning Íslenskt La(m)bubu úr gæru, soðnu kindahorni og fiskaugum Tíska og hönnun Fleiri fréttir Hver mínúta tók heilan mánuð af vinnu Þátttökulöndin ekki færri síðan 2003 Fordæmir barnaskap „skáeygðra“ sannra Finna „Litlu aumingjarnir þurftu að fara heim að sofa“ „Góður vetrardagur hér er 23 gráður“ Prestarnir sem passa þau sem samfélagið afskrifar eða dæmir Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Ebba Katrín hlaut styrk úr Minningarsjóði Stefaníu Krakkatían: HúbbaBúbba, Eurovision og handbolti Ein áhrifamesta grínleikkona Hollywood á lausu „Það eru forréttindi að eiga systur með Downs“ Fréttatía vikunnar: Afsökunarbeiðni, fréttastef og blaðamannafundur Þetta gúggluðu Íslendingar á árinu Klámleikkona slapp með sekt og brottvísun Grunaði strax að ókunnugur maður væri faðir vinkonu sinnar Róbert hættur við að mæta í hlaðvarp vegna viðtals við Albert Sannir Finnar lýsa yfir stuðningi við slaufuðu fegurðardrottninguna Innlit í glænýja mathöll í Smáralindinni Hanskar Gunna Nels, árituð ManU-treyja og Elli Egils á uppboði Húsið fallega í Eyjum komið langt á veg Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Krökkt af kempum í útgáfuhófi Óla Jó Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Svipt krúnunni eftir að hafa gert sig skáeygða Spígsporandi górilla á fyndnustu dýralífsmynd ársins Tóku áskoruninni og Joey Christ sver af sér sviðsetningu Opnar sig loksins um sambandið umtalaða Þetta þykja flottustu jólaskreytingarnar í miðborginni Listaverkin í World Class sem gjarnan hafa verið á milli tannanna á fólki Hvert er burðarþol íslensks almennings fyrir kjaftæði? Sjá meira