Erlent

Herinn í Zimbabwe hefur yfirtekið demantanámur

Kenneth Roth forstöðumaður Mannréttindavaktarinnar.
Kenneth Roth forstöðumaður Mannréttindavaktarinnar. Mynd/AP
Mannréttindasamtök segja að herinn í Zimbabwe hafi yfirtekið demantanámur í austurhluta landsins. Þar sé fólk strádrepið og börn neydd til þess að grafa eftir demöntum.

Mannréttindavaktin segir að herinn í Zimbabwe hafi drepið yfir 200 manns í grennd við Marange demantanámurnar.

Börn séu neydd til þess að grafa eftir demöntum og fullorðnum sem þvælist fyrir hernum sé misþyrmt.

Námurnar fundust árið 2006 og Kenneth Roth, forstöðumaður Mannréttindavaktarinnar, segir að námurnar gætu skilað 200 milljónum dollara á mánuði ef þær væru í eðlilegum rekstri.

Það eru um 24 milljarðar króna á mánuði sem væri engin smáræðis búbót fyrir þetta staurblanka land.

Kenneth Roth kvaðst vonast til þess að alþjóðasamfélagið taki á þessu máli.

Aðstoðarnámuvinnsluráðherra Zimbabwes neitar þessum ásökunum og segir að herinn sá á svæðinu aðeins til þess að tryggja þar öryggi.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×