Innlent

Enn haldið sofandi eftir fall í húsagrunn

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Flúðir.
Flúðir.
Líðan mannsins sem slasaðist alvarlega þegar að hann fékk sjö steypustyrktarjárn í líkamann eftir fall ofan í grunn er óbreytt. Þetta segir vakthafandi læknir á gjörgæsludeild Landspítalans í Fossvogi.

Maðurinn var með fjölskyldu sinni í sumarbústað við Flúðir þegar slysið varð aðfararnótt sunnudagsins 22. nóvember. Saga þurfti steypustyrktarjárn í sundur til að ná manninum lausum og var hann svo fluttur með þyrlu á Landspítalann. Þar er honum nú haldið sofandi í öndunarvél. Samkvæmt upplýsingum Vísis hefur hann gengist undir nokkrar aðgerðir frá því að slysið varð.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×