Erlent

Stjórn ESB mótmælt í Brussel

Guðjón Helgason skrifar

Það voru óánægðir Evrópubúar sem streymdu út á götur Brussel í dag til að mótmæla ýmsu sem þeir telja aflaga hafa farið í stjórn Evrópusambandsins. Leiðtogar ESB ríkja funduðu í borginni í dag um framtíð Lissabonsáttmálans og hvernig megi fá Íra til að samþykkja hann.

 

Leiðtogar ESB ríkjanna tuttugu og sjö funduðu í Brussel í dag og halda því áfram á morgun. Reynt verður að semja við Íra um breytingar á Lissabon-sáttmálanum sem er eins konar stjórnarsáttmála Evrópusambandsins. Írar höfnuðu honum í þjóðaratkvæðagreiðslu fyrir rétt rúmu ári. Stefnt er að því að leggja hann í breyttri mynd aftur í dóm írskra kjósenda. Einnig á að útnefnda forseta framkvæmdastjórnar ESB og búist við að það verði Jose Mauel Barroso aftur til næstu fimm ára. Evrópuráð og Evrópuþing kjósa í embættið en leiðtogarnir útnefna.

 

En meðan ráðherrar ræða sín mál á fundinum mótmæltu almennir Evrópubúar á götum Brussel í dag.

 

Bændur vilja að ríkisstjórnir EBS ríkja hætti við að afleggja mjólkurkvóta og var ekið hægt og rólega á dráttarvélum að fundarstaðnum.

 

Ofurhetjuklæddir mótmælendur og Grænfriðungar mættu einnig og lögðu fram sínar kröfur.

 

Búast má við frekari mótmælum á morgun.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×