Innlent

Mótmæli: Samkynhneigðir boða hópsleik á Fíladelfíutónleikum

Ástfangnir. Mynd úr safni.
Ástfangnir. Mynd úr safni.

Hópur á Facebook, sem telur tæplega 70 manns, hefur boðað heldur frumleg mótmæli á jólatónleikum Fíladelfíusafnaðarins sem verða haldnir þann 6. desember.

Þar eru samkynhneigðir hvattir til þess að mæta og fara í sleik á miðjum tónleikum.

Ástæðan fyrir mótmælunum er frétt sem birtist í Séð og Heyrt. Þar var rætt við tónlistarmanninn Friðrik Ómar Hjörleifsson sem sagði að samkynhneigðir fengu ekki að syngja með kórnum.

Í ávarpi umsjónarmanna Facebook-hópsins, sem eru þær Margrét Hauksdóttir og Hildur Rún Kvaran, segir: „Nú er komið að því að drulla yfir þessa steinaldarmenn, og fallegasta leiðin til þess er auðvitað gei-hópsleikur! Vörður sagði jú í viðtalinu að hann vilji taka utan um samkynhneigða, og hér fær hann tækifæri til að sýna það og sanna."

Þá er sérstaklega tekið fram að samkoman hefst klukkan 16:30 þann 6.desember eins og fyrr greinir frá.

Fyrir áhugasama má skoða heimasíðu hópsins hér.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.