Lífið

Krakkarnir sjúkir í Faðir vorið

Lagahöfundurinn snjalli hefur sent frá sér plötuna Ást og tregi.
fréttablaðið/gva
Lagahöfundurinn snjalli hefur sent frá sér plötuna Ást og tregi. fréttablaðið/gva
Tannlæknirinn og lagahöfundurinn Heimir Sindrason hefur sent frá sér hina hugljúfu plötu Ást og tregi. Ellefu ár eru liðin síðan síðasta plata hans kom út.

„Ég gef út álíka oft og Hekla gýs. Ég vona að þetta hafi ekki í för með sér að hún gjósi,“ segir Heimir og hlær. Margir af bestu söngvurum þjóðarinnar þenja raddböndin á plötunni, þar á meðal Diddú, Egill Ólafsson, Stefán Hilmarsson. Yngri söngvarar á borð við Klöru í Nylon og Edgar Smára koma einnig við sögu. Þau syngja lög sem tóku þátt í undankeppni Eurovision-hér á landi fyrr á árinu, The Kiss We Never Kissed og Cowbebs.

Einnig eru á plötunni þrjú lög sem Heimir samdi fyrir brúðkaup barnanna sinna auk þess sem lag hans við sjálft Faðir vorið bindur endahnútinn á plötuna. „Ég var að svæfa barnabörnin mín og vantaði lag við þessa bæn, þannig að ég raulaði þetta á miðri nóttu,“ segir Heimir og vonast til að lagið eigi eftir að festa sig í sessi í framtíðinni. „Allir krakkar sem heyra þetta lag eru sjúkir í það og þá er tilganginum náð. Mig langaði fyrst og fremst að gera þetta lag aðgengilegt fyrir krakka.“

Heimir sló í gegn á sjöunda áratugnum í dúettnum Heimir og Jónas og samdi Heimir þá hið gríðarvinsæla Hótel jörð. Síðan þá hefur hann einbeitt sér að tannlækningunum þó svo að tónlistargyðjan hafi aldrei verið langt undan, eins og sannast með nýju plötunni. -fb





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.