Erlent

Maður með vatnshöfuð hleypur yfir Bretland

Atli Steinn Guðmundsson skrifar
Simon Lannon.
Simon Lannon. MYND/PA

Breti sem gengist hefur undir 29 heilaskurðaðgerðir hyggst hlaupa yfir Bretland, frá suðri til norðurs, til að safna peningum handa taugaskurðlækningadeild Walton-sjúkrahússins í Liverpool.

Þarna er á ferðinni Simon Lannon, framkvæmdastjóri hönnunarfyrirtækis, en hann er með vatnshöfuð og þarf með reglulegu millibili gangast undir skurðaðgerð til að láta fjarlægja mænuvökva sem sogast ekki á eðlilegan hátt frá yfirborði heilans. Lannon ætlar sér að safna 60 þúsund pundum en hlaup hans hefst í apríl.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×