Erlent

Geimskoti frestað á ný

Atli Steinn Guðmundsson skrifar

Geimskoti Endeavour-geimskutlunnar var frestað enn einu sinni í gær vegna veðurs en til stóð að hún legði af stað í 16 daga leiðangur til Alþjóðlegu geimstöðvarinnar. Þrumuveður var í Flórída í gær og sló eldingum niður nálægt skotpalli skutlunnar. Vonast er til að hægt verði að hefja leiðangur í dag en ætlunin er að fara með varahluti til geimstöðvarinnar. Sjö geimfarar verða um borð í Endeavour og munu þeir fara í fimm geimgöngur meðan á leiðangrinum stendur.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×