Slípað veruleikaflóttapönk 26. nóvember 2009 05:00 Sækja í sama brunn Morðingjarnir hamast: Haukur, Helgi og Atli. mynd/magnús axelsson Pönkpopptríóið Morðingjarnir er að senda frá sér plötu númer þrjú, Flóttinn mikli. Enn er hamast í gassaskap og dælt út melódísku eðalpönki. Haukur Viðar Alfreðsson, Morðingi, sagði Dr. Gunna að það sé ekkert kreppupönk á plötunni, bandið hafi afgreitt kreppuna snemma á síðasta ári. „Það er eitt og hálft ár síðan Áfram Ísland! kom út og þetta eru lögin sem hafa orðið til síðan,“ segir Haukur, blátt áfram. „Það er sótt í sama brunn en þessi plata er aðeins slípaðri. Á fyrri plötunum okkar vorum við með menn á tökkunum sem ýttu eiginlega bara á „rec“ - með fullri virðingu fyrir þeim - en nú var Axel „Flex“ Árnason pródúser eiginlega fjórði meðlimurinn. Hann ber ábyrgð á því að þetta er slípaðra, en lögin eru líka þess eðlis að það var auðveldara að slípa þau til.“ Ungir fram undir fertugt umslagið Flóttinn mikli. Haukur semur mest af efni Morðingjana en er svo lýðræðislega sinnaður að hann vill helst ekki að það sé tekið fram - „Þeir koma vissulega með sitt ómissandi innlegg.“ Hann vinnur á leikskóla (frétt með fyrirsögninni „Morðingi á leikskóla“ var einhvern tímann mest lesin einhvers staðar) og segir að lögin hafi mörg orðið til þar. „Maður er í söngstundum og kannski á milli laga fer maður að vinna í einhverjum köflum. Þangað til börnin fara að kvarta.“ Á plötunni eru mikið sungið um tilgangsleysi og lífsleiða. Sögumaður setur sig í spor manna sem eru í raun ennþá haldnir unglingaveiki með þeirri óvissu og óeirð sem þeim tíma fylgir, þótt þeir séu orðnir fullorðnir. „Textarnir á þessari plötu eru öðruvísi en það sem við höfum áður gert. Fyrsta platan var hálfgerð ádeila á hitt og þetta og allt voða flippað. Nú er þetta persónulegra og minna um þjóðfélagsádeilu. Ég held að mjög margir á okkar aldri geti fundið sig í þessum textum. Við erum af þeirri kynslóð sem gengur illa að díla við lífið þótt það ætti í raun að vera auðvelt. Ég held við höfum of mikla möguleika. Foreldrar okkar höfðu minna val og þurftu að takast á við lífið - það var ekki undan því komist - en við lifum á tímum þar sem fólk getur leift sér að vera ungt langt fram að fertugu, ef ekki lengur. Það er kannski gott að einhverju leiti, en það tekur fólk lengur að finna sig. Ég þekki fólk sem er þrítugt og býr enn í foreldrahúsum. Hefur aldrei flutt að heiman og það þykir ekkert skrítið. Það hefði nú verið hlegið að þannig fólki fyrir tuttugu árum síðan.“ Kreppupönk eldist illaHaukur segir að ekkert kreppupönk sé á Flóttanum mikla. „Það var vísvitandi gert. Síðasta plata (Áfram Ísland!) var eiginlega kreppuplata en það var bara ekki komin kreppa þegar platan kom út. Við grísuðum á þetta rosalega Nostradamusar-umslag (Ísland sundurtætt). Við vorum búnir að pönkast á kreppunni og forðuðumst því alveg kreppuhjakkið á nýju plötunni, þó margir virðist fíla kreppupönkið. Ég held bara að kreppupönk muni eldist illa og verði mjög fljótt leiðinlegt.“ Umslag nýju plötunnar sýnir stelpu fljúga upp á blöðrum. Inga Brynjarsdóttir og Una Laurenzen teiknuðu umslagið. Haukur segir þetta vera myndlíkingu. „Stelpan á umslaginu lifir í litdaufum og óáhugaverðum heimi. Hún nær þarna að stíga upp til betra lífs, mögulega. Við erum nú ekkert svona djúpir. En samt. Flóttinn mikli er Steve Mcqueen mynd sem við höldum allir mikið upp á en titill plötunnar vísar til þess sem fólk notar til að flýja raunveruleikann - hugbreytandi efni og kynferðislegar fantasíur og þar fram eftir götunum. Þegar fólk vill ekki horfa framan í gráan hversdagsleikann þá flýr það. Við erum konsept-rúnkarar. Ég veit það er svolítið glatað en okkur finnst það skemmtilegt.“ Morðingjarnir taka nokkur gigg fyrir jól, en Haukur segir bandið bíða með meiriháttar plötukynningu fram yfir áramót. drgunni@frettabladid.is Mest lesið Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Lífið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Lífið Gamli er (ekki) alveg með'etta Gagnrýni Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Tónlist Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Lífið Upprunalega Birkin taskan seld á rúman milljarð Tíska og hönnun Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Lífið „Töluvert álag á líkama sem nálgast sextugt“ Lífið samstarf Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Lífið Borgin býður í tívolíveislu Tónlist Fleiri fréttir Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Ragga Holm og Elma trúlofaðar Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Bieber gefur út óvænta plötu Þúsundir mótmæla: Hætt við tónlistarhátíð þar sem Ye átti að koma fram Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Einhver áhætta fylgi öllum atriðum í sirkusnum Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Markús nýr safnstjóri Listasafns Reykjavíkur Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Próteinbollur að hætti Gumma kíró Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Hanna Katrín heiðursgrillari á Kótelettunni „Pabbi minn vakir yfir mér“ Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Skákborðsréttir nýjasta matartískan Tímalausar og fallegar brúðargjafir Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Aðalsteinn og Elísabet selja íbúðina Sjá meira
Pönkpopptríóið Morðingjarnir er að senda frá sér plötu númer þrjú, Flóttinn mikli. Enn er hamast í gassaskap og dælt út melódísku eðalpönki. Haukur Viðar Alfreðsson, Morðingi, sagði Dr. Gunna að það sé ekkert kreppupönk á plötunni, bandið hafi afgreitt kreppuna snemma á síðasta ári. „Það er eitt og hálft ár síðan Áfram Ísland! kom út og þetta eru lögin sem hafa orðið til síðan,“ segir Haukur, blátt áfram. „Það er sótt í sama brunn en þessi plata er aðeins slípaðri. Á fyrri plötunum okkar vorum við með menn á tökkunum sem ýttu eiginlega bara á „rec“ - með fullri virðingu fyrir þeim - en nú var Axel „Flex“ Árnason pródúser eiginlega fjórði meðlimurinn. Hann ber ábyrgð á því að þetta er slípaðra, en lögin eru líka þess eðlis að það var auðveldara að slípa þau til.“ Ungir fram undir fertugt umslagið Flóttinn mikli. Haukur semur mest af efni Morðingjana en er svo lýðræðislega sinnaður að hann vill helst ekki að það sé tekið fram - „Þeir koma vissulega með sitt ómissandi innlegg.“ Hann vinnur á leikskóla (frétt með fyrirsögninni „Morðingi á leikskóla“ var einhvern tímann mest lesin einhvers staðar) og segir að lögin hafi mörg orðið til þar. „Maður er í söngstundum og kannski á milli laga fer maður að vinna í einhverjum köflum. Þangað til börnin fara að kvarta.“ Á plötunni eru mikið sungið um tilgangsleysi og lífsleiða. Sögumaður setur sig í spor manna sem eru í raun ennþá haldnir unglingaveiki með þeirri óvissu og óeirð sem þeim tíma fylgir, þótt þeir séu orðnir fullorðnir. „Textarnir á þessari plötu eru öðruvísi en það sem við höfum áður gert. Fyrsta platan var hálfgerð ádeila á hitt og þetta og allt voða flippað. Nú er þetta persónulegra og minna um þjóðfélagsádeilu. Ég held að mjög margir á okkar aldri geti fundið sig í þessum textum. Við erum af þeirri kynslóð sem gengur illa að díla við lífið þótt það ætti í raun að vera auðvelt. Ég held við höfum of mikla möguleika. Foreldrar okkar höfðu minna val og þurftu að takast á við lífið - það var ekki undan því komist - en við lifum á tímum þar sem fólk getur leift sér að vera ungt langt fram að fertugu, ef ekki lengur. Það er kannski gott að einhverju leiti, en það tekur fólk lengur að finna sig. Ég þekki fólk sem er þrítugt og býr enn í foreldrahúsum. Hefur aldrei flutt að heiman og það þykir ekkert skrítið. Það hefði nú verið hlegið að þannig fólki fyrir tuttugu árum síðan.“ Kreppupönk eldist illaHaukur segir að ekkert kreppupönk sé á Flóttanum mikla. „Það var vísvitandi gert. Síðasta plata (Áfram Ísland!) var eiginlega kreppuplata en það var bara ekki komin kreppa þegar platan kom út. Við grísuðum á þetta rosalega Nostradamusar-umslag (Ísland sundurtætt). Við vorum búnir að pönkast á kreppunni og forðuðumst því alveg kreppuhjakkið á nýju plötunni, þó margir virðist fíla kreppupönkið. Ég held bara að kreppupönk muni eldist illa og verði mjög fljótt leiðinlegt.“ Umslag nýju plötunnar sýnir stelpu fljúga upp á blöðrum. Inga Brynjarsdóttir og Una Laurenzen teiknuðu umslagið. Haukur segir þetta vera myndlíkingu. „Stelpan á umslaginu lifir í litdaufum og óáhugaverðum heimi. Hún nær þarna að stíga upp til betra lífs, mögulega. Við erum nú ekkert svona djúpir. En samt. Flóttinn mikli er Steve Mcqueen mynd sem við höldum allir mikið upp á en titill plötunnar vísar til þess sem fólk notar til að flýja raunveruleikann - hugbreytandi efni og kynferðislegar fantasíur og þar fram eftir götunum. Þegar fólk vill ekki horfa framan í gráan hversdagsleikann þá flýr það. Við erum konsept-rúnkarar. Ég veit það er svolítið glatað en okkur finnst það skemmtilegt.“ Morðingjarnir taka nokkur gigg fyrir jól, en Haukur segir bandið bíða með meiriháttar plötukynningu fram yfir áramót. drgunni@frettabladid.is
Mest lesið Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Lífið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Lífið Gamli er (ekki) alveg með'etta Gagnrýni Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Tónlist Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Lífið Upprunalega Birkin taskan seld á rúman milljarð Tíska og hönnun Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Lífið „Töluvert álag á líkama sem nálgast sextugt“ Lífið samstarf Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Lífið Borgin býður í tívolíveislu Tónlist Fleiri fréttir Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Ragga Holm og Elma trúlofaðar Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Bieber gefur út óvænta plötu Þúsundir mótmæla: Hætt við tónlistarhátíð þar sem Ye átti að koma fram Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Einhver áhætta fylgi öllum atriðum í sirkusnum Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Markús nýr safnstjóri Listasafns Reykjavíkur Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Próteinbollur að hætti Gumma kíró Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Hanna Katrín heiðursgrillari á Kótelettunni „Pabbi minn vakir yfir mér“ Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Skákborðsréttir nýjasta matartískan Tímalausar og fallegar brúðargjafir Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Aðalsteinn og Elísabet selja íbúðina Sjá meira