Innlent

Fóru loftleiðina yfir Gullfoss án vængja

Á annan tug björgunarsveitarmanna hjá Slysavarnarfélaginu Landsbjörg svifu yfir Gullfoss í dag og létu sig síga niður tugi metra. Ekki er vitað til þess að loftleiðin hafi áður verið farin yfir Gullfoss án hjálpar vængja.

Æfingar björgunarsveitarmanna hófust snemma í morgun og var línu skotið yfir Gullfoss sem var um tvö hundruð metra löng. Björgunarsveitarmennirnir voru síðan fluttir fram og aftur og héngju í loftinu í 30 metra hæð yfir fossinum.

Jósef Sigurðsson 24 ára er búinn að vera í björgunarsveitinni í sex ár var meðal þeirra sem fór yfir fossinn. Hann var einnig sá fyrsti sem lenti á klöppinni sem er í miðjum fossinum. Hann var tiltölulega brattur þegar hann komst yfir.

Björgunarsveitarmenn segja mikilvægt að kunna til verka við allar aðstæður og sérstaklega þar sem fjallaleiðangrar hafa færst í aukana.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×