Innlent

Hrafnhildur kjörin í landskjörstjórn

Hrafnhildur Stefánsdóttir.
Hrafnhildur Stefánsdóttir.
Hrafnhildur Stefánsdóttir, hæstaréttarlögmaður, var kjörin í landskjörstjórn af Alþingi í dag. Hún tekur sæti Gísla Baldurs Garðarssonar í stjórninni en hann sagði af sér sem formaður landskjörstjórnar eftir að ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur var mynduð.

Hrafnhildur var áður varamaður Gísla Baldurs. Gunnar Sturluson var kjörinn varamaður hennar.

Fyrir sitja í landskjörstjórn þau: Hervör Lilja Þorvaldsdóttir, Ástráður Haraldsson, Bryndís Hlöðversdóttir og Þórður Bogason.


Tengdar fréttir

Sagði af sér sem formaður landskjörstjórnar

Gísli Baldur Garðarsson, hæstaréttarlögmaður, sagði nýverið af sér sem formaður landskjörstjórnar en stjórnin sér um framkvæmd kosninga til Alþingis og gefur út kjörbréf til þingmanna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×