Erlent

Norðmenn ganga til þingkosninga

Forsætisráðherrann Jens Stoltenberg.
Forsætisráðherrann Jens Stoltenberg.
Norðmenn ganga til þingkosninga í dag og stjórn og stjórnarandstaða eru nánast hnífjöfn í skoðanakönnunum. Jens Stoltenberg, forsætisráðherra, hefur í kosningabaráttu sinni lagt mesta áherslu á að allir skuli hafa vinnu. Engin ríkisstjórn í Noregi hefur náð endurkjöri síðan árið 1996.

Noregur er eitt auðugasta land í heimi og félagsfræðingar segja að Norðmenn séu orðnir býsna þreyttir á löngum biðlistum á sjúkrahúsum og plássleysi á elliheimilum auk þess sem skólamál þykja ekki í nógu góðu lagi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×