Innlent

Stunguárásin í 10-11: Fórnarlambið útskrifað

10-11 Lágmúla
10-11 Lágmúla

Samkvæmt upplýsingum frá slysadeild var stunguárásin í 10-11 nokkuð alvarleg. Maðurinn var með tvö stungusár annað í andliti og hitt á brjóstkassa. Hann hefur nú verið útskrifaður af slysadeild. Maður réðst að honum um hálf ellefu leytið í morgun og veitti honum áverka á herðablaði. Lögregla telur sig vita hver árásarmaðurinn sé.

Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu skoðuðu þeir myndir úr eftirlitsmyndavélum verslunarinnar. Þar fengu þeir mjög greinargóðar myndir af árásarmanninum og telja sig vita hver þar var á ferð. Lögreglan er vongóð um að hafa uppi á manninum síðar í dag.










Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×