Lífið

X Factor-stjarna reyndist strippari

Góðhjörtuð Cheryl Cole, dómari í þáttunum X-Factor, steig á svið með Amie Buck og stappaði í hana stálinu.
Góðhjörtuð Cheryl Cole, dómari í þáttunum X-Factor, steig á svið með Amie Buck og stappaði í hana stálinu.
Amie Buck, hin tuttugu og tveggja ára Newcastle-mær, sem fékk annað tækifæri til að heilla dómarana í breska X Factor, er ekki einkaþjálfari eins og hún sagðist vera heldur starfar hún sem nektar­dansmær.

Það var breska göturitið The Sun sem komst á snoðir um hið raunverulega starf fröken Buck. „Sumar stúlkurnar geta þénað allt að þúsund pund á viku. Amie vinnur oftast um helgar og er ein vinsælasta stúlkan á staðnum. Hún er mjög fær í því sem hún gerir og hún er vinsæl vegna þess að hún er bæði falleg og íturvaxin,“ hafði blaðið eftir kunningja Buck.

Amie Buck varð fræg á einni nóttu eftir að hún klúðraði laginu Falling eftir Aliciu Keys og brast í grát á sviðinu. Hún sagðist hafa ætlað að syngja lag með hljómsveitinni Girls Aloud, en einn dómaranna, Cheryl Cole, er meðlimur í þeirri hljómsveit. Við þau orð ákváðu dómararnir að gefa stúlkunni annað tækifæri til að heilla þá og steig Cheryl Cole upp á svið með Buck, henni til halds og trausts.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.