Erlent

Nýjasta tækni til að sigrast á flugþreytu

Hafsteinn Gunnar Hauksson skrifar
Margir flugfarþegar taka nýju uppfinningunni eflaust fagnandi.
Margir flugfarþegar taka nýju uppfinningunni eflaust fagnandi. Mynd/Stefán

Ef draumar vísindamanna við nokkra bandaríska háskóla rætast mun það taka ferðalanga helmingi minni tíma að jafna sig eftir ferðalög á milli tímabelta. Þeir vinna nú að því að finna lausn á flugþreytu með aðstoð nýjustu tækni.

„Það er vitað mál að með því að vera úti í birtu á réttum tíma er hægt að sigrast á flugþreytu. Það sem færri vita er að mikil birta á röngum tíma getur gert illt verra," segir Daniel Forger, prófessor við Michigan háskóla, einn vísindamannanna.

Vísindamennirnir eru því að þróa hugbúnað sem myndi reikna út hvenær ferðalangar eiga að sofa, hvenær þeir eiga að fara út í sólskinið og jafnvel hvenær þeir eiga að innbyrða ýmis bætiefni til að lágmarka flugþreytuna.

Þannig gætu ferðalangar jafnað sig fyrr á tímamismun landa, sofið værar, losnað við slen og staðið sig betur þegar þeir þurfa að mæta á fundi eða til vinnu í öðrum löndum.

Þetta kemur fram á fréttavef CNN.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×