Nýtt ár hafið hjá ÍD 27. ágúst 2009 06:00 Listdans Úr Svaninum eftir Láru Stefánsdóttur. Mynd Íd/Golli Djammvika, fjölskyldusýning, ferð til Akureyrar, alþjóðleg samstarfsverkefni og stórsýning með Sinfóníunni eru helstu verkefni Íslenska dansflokksins á sýningarárinu sem nú er að hefjast. ÍD frumsýnir í september Fjölskyldusýningu, brot úr fimm aðgengilegum verkum. Frítt verður inn á sýninguna fyrir börn yngri en 12 ára. Katrín Hall, listrænn stjórnandi flokksins, segir þetta kjörið tækifæri fyrir fjölskylduna að koma saman og upplifa töframátt dansins. Í lok október heldur flokkurinn norður um heiðar og sýnir í samvinnu við LA þrjú vinsæl verk: rómantíska dúettinn Svaninn, Skekkju og Kvart sem ÍD sýndi í Frakklandi og Ítalíu fyrr á árinu þar sem það fékk frábæra dóma. Í nóvember verður svo boðið upp á ferska dansveislu á Djammviku með fjórum verkum í vinnslu eftir þau Kristján Ingimarsson, Tony Verzich, Peter Anderson og Steinunni Ketils ásamt Brian Gerke. Eftir áramót sýnir ÍD verkið Endalaus eftir Alan Lucien Oyen, ungan norskan höfund sem nú er að semja fyrir Norsku óperuna og dansflokkinn þar. Alan er þekktur fyrir fallegar og tilfinningaríkar sýningar sem innihalda bæði ljóðrænan dans og talað orð sem hann skrifar sjálfur. Katrín segir það mikinn feng að fá Alan til liðs við ÍD en hann mun semja Endalaus í samvinnu við dansarana. Sýningarári ÍD lýkur svo með dansviðburði á Listahátíð: ÍD, Sinfónían og Listahátíð sameina krafta sína í nýju verki við Fordlandiu, tónlist eftir Jóhann Jóhannsson sem sprottin er af sögu frá nýlendutímanum og borginni Iquitos, Fordismanum og gúmmíhruninu í Suður-Ameríku. Sýningin verður sjónræn veisla en Katrín sagði ekki hægt að greina frá hvaða danshöfundur kæmi að verkinu þó samningar við hann væru á lokastigi. Íslenski dansflokkurinn er án efa sú íslenska sviðslistastofnun sem hefur ferðast og sýnt víðast á síðustu árum en dansflokkurinn er mjög virkur í alþjóðlegu samstarfi. Nú tekur hann upp samstarf við pólska dansflokkinn Silesian Dance Theatre sem er talinn fremsti nútímadansflokkur Póllands. Stórverkefnið Keðja, sem er samstarfsverkefni átta þjóða og nýtur stuðnings Evrópusambandsins og norræna sjóða, verður fyrirferðarmikið í starfsemi flokksins á árinu en því verkefni lýkur einmitt með afar fjölbreyttum dansviðburði hér í Reykjavík í október 2010, með þátttöku fjölmargra innlendra sem erlendra aðila. pbb@frettabladid.is Mest lesið Afhjúpaði óléttuna á epískan hátt enn og aftur Tíska og hönnun Klækir, prettir og kardínálaklíkur í páfakjöri Gagnrýni Þau allra nettustu á Met Gala Tíska og hönnun Héldu upp á eins árs afmæli Heiðdísar Emblu Lífið Jóhanna og Geir trúlofuðu sig við Eiffel-turninn Lífið Handtekinn eftir að hafa keyrt niður hliðið að heimili Aniston Lífið Var ekki beðinn um að skrifa meira á RÚV eftir pistilinn 2022 Lífið Kaleo með tónleika á Íslandi í fyrsta sinn í áratug Tónlist Blautir búkar og pylsupartí Menning Trump tollar kvikmyndir: „Eins og reiður, fullur pabbi sem ætlar að hætta við jólin“ Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Héldu upp á eins árs afmæli Heiðdísar Emblu Handtekinn eftir að hafa keyrt niður hliðið að heimili Aniston Jóhanna og Geir trúlofuðu sig við Eiffel-turninn Plönuðu skemmtileg stefnumót fyrir fjögur þúsund krónur Fyrsti opinberi kossinn í þrítugsafmælinu Réttarhöld yfir Diddy hafin: Á lífstíðarfangelsi yfir höfði sér Lára og lyfjaprinsinn eignuðust stúlku Stjörnulífið: Drottningar á Bessastöðum Áttu sturlaða stund á Times Square The Wire og Sopranos-leikari látinn Var ekki beðinn um að skrifa meira á RÚV eftir pistilinn 2022 Björgólfur og Kristín í fimmtugsafmæli Beckham Katrín Tanja og Brooks eiga von á barni Frábær þjóðbúningamessa í Fljótshlíð Tónleikar Lady Gaga æðislegir og öryggisgæslan svakaleg Pedro Pascal fékk sér að borða á Kaffi Vest Hátt í þrjú þúsund manns sóttu „þjóðfund“ EVE-spilara Áhorfendur djúpt snortnir á forsýningu Stóru stundarinnar Stærsti sinueldur Íslandssögunnar í myndum „Ég fór úr sjötíu prósent þjáningu niður í tíu prósent“ „Svo byrjaði ég að kyssa stráka og varð allt í einu algjör uppreisnarseggur“ Krakkatían: Nintendo, tunglið og prinsessur Milljón manns í Rio til að sjá ókeypis Lady Gaga tónleika Býður í hláturstund við gömlu þvottalaugarnar Sýningin gott fyrir- og eftirpartý Ingvar E. valinn besti leikarinn í Belgíu Forstjórabaninn fær söngleik á fjalirnar „Ye mátti þola versnandi andlega heilsu vegna gjörða þinna“ Fréttatía vikunnar: Rafmagnsleysi, njósnir og SFS Ætlaði aldrei að enda í herskóla í Bandaríkjunum Sjá meira
Djammvika, fjölskyldusýning, ferð til Akureyrar, alþjóðleg samstarfsverkefni og stórsýning með Sinfóníunni eru helstu verkefni Íslenska dansflokksins á sýningarárinu sem nú er að hefjast. ÍD frumsýnir í september Fjölskyldusýningu, brot úr fimm aðgengilegum verkum. Frítt verður inn á sýninguna fyrir börn yngri en 12 ára. Katrín Hall, listrænn stjórnandi flokksins, segir þetta kjörið tækifæri fyrir fjölskylduna að koma saman og upplifa töframátt dansins. Í lok október heldur flokkurinn norður um heiðar og sýnir í samvinnu við LA þrjú vinsæl verk: rómantíska dúettinn Svaninn, Skekkju og Kvart sem ÍD sýndi í Frakklandi og Ítalíu fyrr á árinu þar sem það fékk frábæra dóma. Í nóvember verður svo boðið upp á ferska dansveislu á Djammviku með fjórum verkum í vinnslu eftir þau Kristján Ingimarsson, Tony Verzich, Peter Anderson og Steinunni Ketils ásamt Brian Gerke. Eftir áramót sýnir ÍD verkið Endalaus eftir Alan Lucien Oyen, ungan norskan höfund sem nú er að semja fyrir Norsku óperuna og dansflokkinn þar. Alan er þekktur fyrir fallegar og tilfinningaríkar sýningar sem innihalda bæði ljóðrænan dans og talað orð sem hann skrifar sjálfur. Katrín segir það mikinn feng að fá Alan til liðs við ÍD en hann mun semja Endalaus í samvinnu við dansarana. Sýningarári ÍD lýkur svo með dansviðburði á Listahátíð: ÍD, Sinfónían og Listahátíð sameina krafta sína í nýju verki við Fordlandiu, tónlist eftir Jóhann Jóhannsson sem sprottin er af sögu frá nýlendutímanum og borginni Iquitos, Fordismanum og gúmmíhruninu í Suður-Ameríku. Sýningin verður sjónræn veisla en Katrín sagði ekki hægt að greina frá hvaða danshöfundur kæmi að verkinu þó samningar við hann væru á lokastigi. Íslenski dansflokkurinn er án efa sú íslenska sviðslistastofnun sem hefur ferðast og sýnt víðast á síðustu árum en dansflokkurinn er mjög virkur í alþjóðlegu samstarfi. Nú tekur hann upp samstarf við pólska dansflokkinn Silesian Dance Theatre sem er talinn fremsti nútímadansflokkur Póllands. Stórverkefnið Keðja, sem er samstarfsverkefni átta þjóða og nýtur stuðnings Evrópusambandsins og norræna sjóða, verður fyrirferðarmikið í starfsemi flokksins á árinu en því verkefni lýkur einmitt með afar fjölbreyttum dansviðburði hér í Reykjavík í október 2010, með þátttöku fjölmargra innlendra sem erlendra aðila. pbb@frettabladid.is
Mest lesið Afhjúpaði óléttuna á epískan hátt enn og aftur Tíska og hönnun Klækir, prettir og kardínálaklíkur í páfakjöri Gagnrýni Þau allra nettustu á Met Gala Tíska og hönnun Héldu upp á eins árs afmæli Heiðdísar Emblu Lífið Jóhanna og Geir trúlofuðu sig við Eiffel-turninn Lífið Handtekinn eftir að hafa keyrt niður hliðið að heimili Aniston Lífið Var ekki beðinn um að skrifa meira á RÚV eftir pistilinn 2022 Lífið Kaleo með tónleika á Íslandi í fyrsta sinn í áratug Tónlist Blautir búkar og pylsupartí Menning Trump tollar kvikmyndir: „Eins og reiður, fullur pabbi sem ætlar að hætta við jólin“ Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Héldu upp á eins árs afmæli Heiðdísar Emblu Handtekinn eftir að hafa keyrt niður hliðið að heimili Aniston Jóhanna og Geir trúlofuðu sig við Eiffel-turninn Plönuðu skemmtileg stefnumót fyrir fjögur þúsund krónur Fyrsti opinberi kossinn í þrítugsafmælinu Réttarhöld yfir Diddy hafin: Á lífstíðarfangelsi yfir höfði sér Lára og lyfjaprinsinn eignuðust stúlku Stjörnulífið: Drottningar á Bessastöðum Áttu sturlaða stund á Times Square The Wire og Sopranos-leikari látinn Var ekki beðinn um að skrifa meira á RÚV eftir pistilinn 2022 Björgólfur og Kristín í fimmtugsafmæli Beckham Katrín Tanja og Brooks eiga von á barni Frábær þjóðbúningamessa í Fljótshlíð Tónleikar Lady Gaga æðislegir og öryggisgæslan svakaleg Pedro Pascal fékk sér að borða á Kaffi Vest Hátt í þrjú þúsund manns sóttu „þjóðfund“ EVE-spilara Áhorfendur djúpt snortnir á forsýningu Stóru stundarinnar Stærsti sinueldur Íslandssögunnar í myndum „Ég fór úr sjötíu prósent þjáningu niður í tíu prósent“ „Svo byrjaði ég að kyssa stráka og varð allt í einu algjör uppreisnarseggur“ Krakkatían: Nintendo, tunglið og prinsessur Milljón manns í Rio til að sjá ókeypis Lady Gaga tónleika Býður í hláturstund við gömlu þvottalaugarnar Sýningin gott fyrir- og eftirpartý Ingvar E. valinn besti leikarinn í Belgíu Forstjórabaninn fær söngleik á fjalirnar „Ye mátti þola versnandi andlega heilsu vegna gjörða þinna“ Fréttatía vikunnar: Rafmagnsleysi, njósnir og SFS Ætlaði aldrei að enda í herskóla í Bandaríkjunum Sjá meira
Trump tollar kvikmyndir: „Eins og reiður, fullur pabbi sem ætlar að hætta við jólin“ Bíó og sjónvarp
Trump tollar kvikmyndir: „Eins og reiður, fullur pabbi sem ætlar að hætta við jólin“ Bíó og sjónvarp