Skandinavar í sviðsljósinu 16. október 2009 06:00 Juvelen troðfyllti Nasa með hressilegri gleðitónlist. Fréttablaðið/Arnþór Iceland Airwaves-hátíðin fór ágætlega af stað á miðvikudag með fjölda tónlistaratriða og gesta. Freyr Bjarnason flakkaði á milli staða og hlustaði á það sem í boði var. Á Nasa steig fyrst á svið Me, the Slumbering Napoleon og þegar þarna var komið við sögu voru áhorfendur frekar fáir. Þetta margslungna rokktríó spilaði stutt lög, mörg hver ósungin og fórst það vel úr hendi. Greinilega efnileg sveit sem gæti látið vel að sér kveða í framtíðinni. Næst var ferðinni heitið upp Laugaveginn og á Grand Rokk þar sem gjörsamlega var troðið af fólki. Skagasveitin Cosmic Call var komin á svið, skipuð þremur strákum og tveimur stelpum, og stóð ágætlega fyrir sínu. Líkindin við Kings of Leon voru greinileg og virtust tónarnir falla vel í kramið hjá gestunum. Næst á svið á Grand Rokk var Pascal Pinon með fjórar unglingsstúlkur innanborðs. Því miður heyrðist lítið sem ekkert í sveitinni og er þar helst um að kenna skvaldrinu í gestunum sem yfirgnæfðu krúttlega og lágværa tónlist stúlknanna. Miðað við það sem heyrðist frá sveitinni er þó ljóst að hún gæti vel náð langt en tónleikastaðurinn hentaði henni engan veginn í þetta sinn. Allt annað var upp á teningnum þegar Útidúr mætti til leiks. Strax með fyrstu tónunum fangaði þessi fjölmenna sveit athygli gestanna með hressilegri gleðitónlist sinni. Þrátt fyrir mikinn fjölda hljóðfæra var samhæfing þeirra prýðileg og allt gekk eins og smurð vél. Söngkonan var einnig góð og hefði hún vel mátt fá stærra hlutverk á kostnað strákanna. þó svo að þeir hafi síður en svo staðið sig illa. Eftir hina skemmtilegu Útidúr var næst komið að sænska stuðboltanum Juvelen. Meginstraumurinn var greinilega mættur á Nasa því staðurinn var troðfullur rétt eins og Grand Rokk og ljóst að dansþyrst ungmenni ætluðu ekki að láta hinn sænska hjartaknúsara framhjá sér fara. Falsettusöngur hans, sem minnti óneitanlega á Prince, kom vel út og hljómsveitin sem var með honum var kröftug og þétt. Tónlistin kannski ekki eftirminnileg fyrir grúskara en engu að síður mjög vel framreidd. Á Jacobsen var fámennt en góðmennt. Þar sýndi raftónlistarmaurinn Ruxpin færni sína og fyrir framan hann dönsuðu tveir mussuklæddir taglhnýtingar af mikilli innlifun í takt við kröftuga tónlistina. Kvöldinu lauk á Sódómu þar sem norska popp-rokksveitin 22 spilaði fyrir fullu húsi. Þeir voru skrautlegir á sviði, klæddir ermalausum hettubolum hver í sínum lit og með stríðsmálningu undir augunum. Umbúðirnar voru forvitnilegar en innihaldið því miður ekki. Ágætu Airwaves-kvöldi var þar með lokið en ljóst að stærstu nöfnin höfðu ekki enn mætt til leiks. Útidúr stal senunni þetta kvöldið og Skandínavarnir voru áhugaverðir en því miður ekkert meira en það. Pascal Pinon Fórnarlömb fullra tónleikagesta.Me, the Slumbering Napoleon Efnileg sveit sem spilaði snemma kvölds á Nasa.Heitt og sveitt Áhorfendur á tónleikum Juvelen voru vel með á nótunum. Mest lesið Calvin Harris orðinn faðir Lífið Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Lífið Myndaveisla: Ærandi pollagallastemming í Eyjum Lífið Rod Stewart sýnir Ozzy taka sjálfur í himnaríki Lífið Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu Lífið Hermína sem missti folald og móðurlaus Tígull fundu hvort annað Lífið „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Lífið „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Lífið Skoðanabræður hætta göngu sinni: „Takk fyrir okkur“ Lífið Stórbrotnar íbúðir í Skipholtinu Lífið Fleiri fréttir Calvin Harris orðinn faðir Rod Stewart sýnir Ozzy taka sjálfur í himnaríki Myndaveisla: Ærandi pollagallastemming í Eyjum Skoðanabræður hætta göngu sinni: „Takk fyrir okkur“ Menningarperlan aftur komin í sitt gamla horf Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Hermína sem missti folald og móðurlaus Tígull fundu hvort annað „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Krakkatían: Litla hafmeyjan, Pollapönk og lundar Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Robert Wilson er látinn Gary Busey játar kynferðisbrot Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Einar og Milla eignuðust dreng Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Góðhjartaður dýrahirðir og tæknigúrú Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Kokkarnir á Strikinu með stjörnur í augunum þegar Bon Jovi mætti Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Ætlar í pásu frá giggum Sjá meira
Iceland Airwaves-hátíðin fór ágætlega af stað á miðvikudag með fjölda tónlistaratriða og gesta. Freyr Bjarnason flakkaði á milli staða og hlustaði á það sem í boði var. Á Nasa steig fyrst á svið Me, the Slumbering Napoleon og þegar þarna var komið við sögu voru áhorfendur frekar fáir. Þetta margslungna rokktríó spilaði stutt lög, mörg hver ósungin og fórst það vel úr hendi. Greinilega efnileg sveit sem gæti látið vel að sér kveða í framtíðinni. Næst var ferðinni heitið upp Laugaveginn og á Grand Rokk þar sem gjörsamlega var troðið af fólki. Skagasveitin Cosmic Call var komin á svið, skipuð þremur strákum og tveimur stelpum, og stóð ágætlega fyrir sínu. Líkindin við Kings of Leon voru greinileg og virtust tónarnir falla vel í kramið hjá gestunum. Næst á svið á Grand Rokk var Pascal Pinon með fjórar unglingsstúlkur innanborðs. Því miður heyrðist lítið sem ekkert í sveitinni og er þar helst um að kenna skvaldrinu í gestunum sem yfirgnæfðu krúttlega og lágværa tónlist stúlknanna. Miðað við það sem heyrðist frá sveitinni er þó ljóst að hún gæti vel náð langt en tónleikastaðurinn hentaði henni engan veginn í þetta sinn. Allt annað var upp á teningnum þegar Útidúr mætti til leiks. Strax með fyrstu tónunum fangaði þessi fjölmenna sveit athygli gestanna með hressilegri gleðitónlist sinni. Þrátt fyrir mikinn fjölda hljóðfæra var samhæfing þeirra prýðileg og allt gekk eins og smurð vél. Söngkonan var einnig góð og hefði hún vel mátt fá stærra hlutverk á kostnað strákanna. þó svo að þeir hafi síður en svo staðið sig illa. Eftir hina skemmtilegu Útidúr var næst komið að sænska stuðboltanum Juvelen. Meginstraumurinn var greinilega mættur á Nasa því staðurinn var troðfullur rétt eins og Grand Rokk og ljóst að dansþyrst ungmenni ætluðu ekki að láta hinn sænska hjartaknúsara framhjá sér fara. Falsettusöngur hans, sem minnti óneitanlega á Prince, kom vel út og hljómsveitin sem var með honum var kröftug og þétt. Tónlistin kannski ekki eftirminnileg fyrir grúskara en engu að síður mjög vel framreidd. Á Jacobsen var fámennt en góðmennt. Þar sýndi raftónlistarmaurinn Ruxpin færni sína og fyrir framan hann dönsuðu tveir mussuklæddir taglhnýtingar af mikilli innlifun í takt við kröftuga tónlistina. Kvöldinu lauk á Sódómu þar sem norska popp-rokksveitin 22 spilaði fyrir fullu húsi. Þeir voru skrautlegir á sviði, klæddir ermalausum hettubolum hver í sínum lit og með stríðsmálningu undir augunum. Umbúðirnar voru forvitnilegar en innihaldið því miður ekki. Ágætu Airwaves-kvöldi var þar með lokið en ljóst að stærstu nöfnin höfðu ekki enn mætt til leiks. Útidúr stal senunni þetta kvöldið og Skandínavarnir voru áhugaverðir en því miður ekkert meira en það. Pascal Pinon Fórnarlömb fullra tónleikagesta.Me, the Slumbering Napoleon Efnileg sveit sem spilaði snemma kvölds á Nasa.Heitt og sveitt Áhorfendur á tónleikum Juvelen voru vel með á nótunum.
Mest lesið Calvin Harris orðinn faðir Lífið Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Lífið Myndaveisla: Ærandi pollagallastemming í Eyjum Lífið Rod Stewart sýnir Ozzy taka sjálfur í himnaríki Lífið Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu Lífið Hermína sem missti folald og móðurlaus Tígull fundu hvort annað Lífið „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Lífið „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Lífið Skoðanabræður hætta göngu sinni: „Takk fyrir okkur“ Lífið Stórbrotnar íbúðir í Skipholtinu Lífið Fleiri fréttir Calvin Harris orðinn faðir Rod Stewart sýnir Ozzy taka sjálfur í himnaríki Myndaveisla: Ærandi pollagallastemming í Eyjum Skoðanabræður hætta göngu sinni: „Takk fyrir okkur“ Menningarperlan aftur komin í sitt gamla horf Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Hermína sem missti folald og móðurlaus Tígull fundu hvort annað „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Krakkatían: Litla hafmeyjan, Pollapönk og lundar Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Robert Wilson er látinn Gary Busey játar kynferðisbrot Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Einar og Milla eignuðust dreng Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Góðhjartaður dýrahirðir og tæknigúrú Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Kokkarnir á Strikinu með stjörnur í augunum þegar Bon Jovi mætti Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Ætlar í pásu frá giggum Sjá meira