Innlent

Góð hátíðarhöld og eitt innbrot

Hátíðarhöld gærkvöldsins gengu vel fyrir sig að sögn lögreglu en töluverður fjöldi var saman kominn í miðbæ Reykjavíkur í gær í tilefni af þjóðhátíðardeginum. Þeir sem héldu lengst út fóru úr bænum um þrjúleytið en mesti straumurinn út í úthverfin var um eittleytið. Að öðru leyti var nóttin róleg hjá lögreglu fyrir utan eitt innbrot sem framið var í fyrirtæki í Kópavogi nú í morgunsárið. Lögreglumenn eru enn á vettvangi og ekki liggur fyrir hvað þjófarnir höfðu á brott með sér.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×