Innlent

Komast ekki inn í óskaskóla

katrín 
jakobsdóttir
katrín jakobsdóttir

„Ég veit ekki betur en að það sé verið að vinna í þessu,“ segir Katrín Jakobsdóttir menntamálaráðherra spurð hvað sé verið að gera í menntamálaráðuneytinu vegna þess að margir sem sóttu um í framhaldsskóla hafa ekki komist inn.

„Flestir sem nú eru að koma úr grunnskóla komast inn en kannski ekki í þá skóla sem voru þeirra fyrsta, annað eða þriðja val,“ segir Katrín.

Í Fréttablaðinu í gær kom fram að mikill meirihluti í vinsælustu skóla landsins eru stúlkur. Katrín segir erfitt að stjórna því. „Drengirnir eru kannski að sækja í eitthvað annað nám frekar en bóklegt,“ segir Katrín. - vsp




Fleiri fréttir

Sjá meira


×