Kylie í íslenskum skóm á tónleikaferð um heiminn 28. nóvember 2009 02:00 íslensk hönnun í mikilli útrás Hönnuðurinn Sigrún Lilja er í skýjunum þar sem stórstjarnan Kylie Minogue mun klæðast skóm og belti frá Gyðju Collection á stóru tónleikaferðalagi á næsta ári. Það er skammt stórra högga á milli í tískuheiminum því Fréttablaðið greindi frá því í gær að Beyoncé Knowles hefði keypt íslenska hönnun í London. „Ég get varla verið annað en í skýjunum yfir að svona heimsfræg kona skuli hafa samband og sækjast eftir því að fá að vera í hönnuninni minni við svona stórt tilefni," segir hönnuðurinn Sigrún Lilja Guðjónsdóttir. Ástralska söngkonan Kylie Minogue klæðist skóm og beltum úr íslensku fylgihlutalínunni Gyðja Collection á tónleikaferðalagi um heiminn á næsta ári, ásamt því að bera töskur frá merkinu. Tónleikarnir verða gefnir út á DVD og Kylie verður klædd í línuna á forsíðu hulstursins. Stílisti stjörnunnar hitti forsvarsmenn Gyðju á fundi í París á dögunum þar sem skrifað var undir samninga. Stílistinn gerði einnig samninga við merki á borð við Dior og Oscar de la Renta um klæðnaðinn sem verður undir íslensku fylgihlutunum frá Gyðju. „Kylie og stílistinn hennar sáu bækling frá okkur og örfáum dögum seinna var haldinn fundur þar sem öll smáatriði voru rædd," segir Sigrún Lilja. „Þetta er tónleikaferðalag sem byrjar í febrúar 2010 og verða að öllum líkindum tíu mjög stórir tónleikar." Íslendingar kynntust fyrst Kylie Minogue þegar hún lék Charlene í áströlsku sápuóperunni Neighbours. Í dag er hún ein vinsælasta söngkona heims og fastagestur á listum yfir kynþokkafyllstu konur heims. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem Kylie sýnir Íslendingum áhuga því Emilíana Torrini samdi með henni smellinn Slow, sem kom út árið 2003. Kylie vinnur nú að sinni elleftu breiðskífu, en hún gaf síðast út X árið 2007. Eitt af þekktustu lögum Kylie Minogue er Can't Get You out of My Head, en það fór á toppinn í 40 löndum og meira en fjórar milljónir eintaka seldust af smáskífunni um allan heim. Gyðja Collection er íslensk hönnunarlína sem samanstendur af skóm, töskum, beltum og öðrum fylgihlutum. Nýja línan kom í íslenskar verslanir í gær og fæst meðal annars í versluninni Steinar Waage í Kringlunni. Nánari upplýsingar má finna á gydja.is. atlifannar@frettabladid.is Mest lesið „Sílíkon er eitthvað sem mun fara með mér í gröfina“ Lífið Brúðurin hljóp grátandi út áður en Victoria dansaði við Brooklyn Lífið Kannast ekki við að vera genginn til liðs við Samfylkinguna Lífið Aron Can og Erna selja en elska eldhúsbúrið Lífið Tinna Hrafns og Sveinn selja á Laugarásveginum Lífið Vinsældir þessarar siðspilltu moldvörpu eru þér að kenna Lífið Atvinnulaus aumingi trompar dauðakölt Gagnrýni „Mig langar bara að vera upprétt og sterk“ Lífið Ekki fyrsti fótboltamaður Binna: „Við getum alveg hist aftur og riðið“ Lífið „Bannað að reikna hvað Aron var gamall þegar við byrjuðum saman“ Lífið Fleiri fréttir Gæti vaknað einn daginn og ætlað á þing Kannast ekki við að vera genginn til liðs við Samfylkinguna „Sílíkon er eitthvað sem mun fara með mér í gröfina“ Aron Can og Erna selja en elska eldhúsbúrið Brúðurin hljóp grátandi út áður en Victoria dansaði við Brooklyn Fyrrverandi bassaleikari Scorpions látinn Rifjar upp misgóðar minningar í sölutilkynningunni „Mig langar bara að vera upprétt og sterk“ Tinna Hrafns og Sveinn selja á Laugarásveginum Löggan byrjar á TikTok með því að gasa Egil og Rikka Kvenskælingar svekktir eftir að hafa lent í hakkavél MR tvisvar í röð Heated Rivalry-stjörnur verða á Ólympíuleikunum Fengu gefins sjö nýjar þrautir frá breska þrautahöfundinum Mari og Njörður eiga von á sumarbarni Vinsældir þessarar siðspilltu moldvörpu eru þér að kenna Kemur Önnu miðli til varnar: „Þið megið segja að ég sé auðtrúa asni“ Ofurnæmni Önnu Birtu: Hefur heyrt hugsanir fólks í Kringlunni Désirée prinsessa látin Staðgöngumóðir „öruggasta leiðin“ til að stækka fjölskylduna Auglýsing Blush sé fyrir neðan allar hellur Kynntist manninum á Tinder í Covid Vance á von á barni Heiða og Hildur djömmuðu með Breiðhyltingum Ekki fyrsti fótboltamaður Binna: „Við getum alveg hist aftur og riðið“ Ótrúlegur dagur Vignis: Lottóvinningur, 180 í pílu og sigur á Carlsen Vesturbæingar blótuðu þorrann langt fram á nótt Valdi sér fylkingu í Beckham-deilunum Móðirin hljóp frá þremur börnum og „fór í Kanann“ „Ég hef aldrei séð dansandi poka“ Eldri bróðir lagði línur að lífinu í New York Sjá meira
„Ég get varla verið annað en í skýjunum yfir að svona heimsfræg kona skuli hafa samband og sækjast eftir því að fá að vera í hönnuninni minni við svona stórt tilefni," segir hönnuðurinn Sigrún Lilja Guðjónsdóttir. Ástralska söngkonan Kylie Minogue klæðist skóm og beltum úr íslensku fylgihlutalínunni Gyðja Collection á tónleikaferðalagi um heiminn á næsta ári, ásamt því að bera töskur frá merkinu. Tónleikarnir verða gefnir út á DVD og Kylie verður klædd í línuna á forsíðu hulstursins. Stílisti stjörnunnar hitti forsvarsmenn Gyðju á fundi í París á dögunum þar sem skrifað var undir samninga. Stílistinn gerði einnig samninga við merki á borð við Dior og Oscar de la Renta um klæðnaðinn sem verður undir íslensku fylgihlutunum frá Gyðju. „Kylie og stílistinn hennar sáu bækling frá okkur og örfáum dögum seinna var haldinn fundur þar sem öll smáatriði voru rædd," segir Sigrún Lilja. „Þetta er tónleikaferðalag sem byrjar í febrúar 2010 og verða að öllum líkindum tíu mjög stórir tónleikar." Íslendingar kynntust fyrst Kylie Minogue þegar hún lék Charlene í áströlsku sápuóperunni Neighbours. Í dag er hún ein vinsælasta söngkona heims og fastagestur á listum yfir kynþokkafyllstu konur heims. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem Kylie sýnir Íslendingum áhuga því Emilíana Torrini samdi með henni smellinn Slow, sem kom út árið 2003. Kylie vinnur nú að sinni elleftu breiðskífu, en hún gaf síðast út X árið 2007. Eitt af þekktustu lögum Kylie Minogue er Can't Get You out of My Head, en það fór á toppinn í 40 löndum og meira en fjórar milljónir eintaka seldust af smáskífunni um allan heim. Gyðja Collection er íslensk hönnunarlína sem samanstendur af skóm, töskum, beltum og öðrum fylgihlutum. Nýja línan kom í íslenskar verslanir í gær og fæst meðal annars í versluninni Steinar Waage í Kringlunni. Nánari upplýsingar má finna á gydja.is. atlifannar@frettabladid.is
Mest lesið „Sílíkon er eitthvað sem mun fara með mér í gröfina“ Lífið Brúðurin hljóp grátandi út áður en Victoria dansaði við Brooklyn Lífið Kannast ekki við að vera genginn til liðs við Samfylkinguna Lífið Aron Can og Erna selja en elska eldhúsbúrið Lífið Tinna Hrafns og Sveinn selja á Laugarásveginum Lífið Vinsældir þessarar siðspilltu moldvörpu eru þér að kenna Lífið Atvinnulaus aumingi trompar dauðakölt Gagnrýni „Mig langar bara að vera upprétt og sterk“ Lífið Ekki fyrsti fótboltamaður Binna: „Við getum alveg hist aftur og riðið“ Lífið „Bannað að reikna hvað Aron var gamall þegar við byrjuðum saman“ Lífið Fleiri fréttir Gæti vaknað einn daginn og ætlað á þing Kannast ekki við að vera genginn til liðs við Samfylkinguna „Sílíkon er eitthvað sem mun fara með mér í gröfina“ Aron Can og Erna selja en elska eldhúsbúrið Brúðurin hljóp grátandi út áður en Victoria dansaði við Brooklyn Fyrrverandi bassaleikari Scorpions látinn Rifjar upp misgóðar minningar í sölutilkynningunni „Mig langar bara að vera upprétt og sterk“ Tinna Hrafns og Sveinn selja á Laugarásveginum Löggan byrjar á TikTok með því að gasa Egil og Rikka Kvenskælingar svekktir eftir að hafa lent í hakkavél MR tvisvar í röð Heated Rivalry-stjörnur verða á Ólympíuleikunum Fengu gefins sjö nýjar þrautir frá breska þrautahöfundinum Mari og Njörður eiga von á sumarbarni Vinsældir þessarar siðspilltu moldvörpu eru þér að kenna Kemur Önnu miðli til varnar: „Þið megið segja að ég sé auðtrúa asni“ Ofurnæmni Önnu Birtu: Hefur heyrt hugsanir fólks í Kringlunni Désirée prinsessa látin Staðgöngumóðir „öruggasta leiðin“ til að stækka fjölskylduna Auglýsing Blush sé fyrir neðan allar hellur Kynntist manninum á Tinder í Covid Vance á von á barni Heiða og Hildur djömmuðu með Breiðhyltingum Ekki fyrsti fótboltamaður Binna: „Við getum alveg hist aftur og riðið“ Ótrúlegur dagur Vignis: Lottóvinningur, 180 í pílu og sigur á Carlsen Vesturbæingar blótuðu þorrann langt fram á nótt Valdi sér fylkingu í Beckham-deilunum Móðirin hljóp frá þremur börnum og „fór í Kanann“ „Ég hef aldrei séð dansandi poka“ Eldri bróðir lagði línur að lífinu í New York Sjá meira