Erlent

Hyggst halda ótrauður áfram

Silvio Berlusconi Forsætisráðherrann útskrifaður af sjúkrahúsi.Nordicphotos/AFP
Silvio Berlusconi Forsætisráðherrann útskrifaður af sjúkrahúsi.Nordicphotos/AFP

Silvio Berlusconi, forsætisráðherra Ítalíu, var myrkur á svip þegar hann yfirgaf sjúkrahúsið í Mílanó, þar sem hann hefur dvalist síðan ráðist var á hann á sunnudag.

Hann virtist veikburða þegar hann veifaði til ljósmyndara úr bifreið sinni. Í yfirlýsingu sem hann sendi frá sér sagðist hann ætla að halda áfram af enn meiri styrk og ákveðni en hingað til.

Berlusconi var með umbúðir yfir hluta andlits síns, þar á meðal nefinu sem brotnaði þegar árásarmaðurinn sló hann með þungum minjagrip. Tvær tennur brotnuðu einnig.

„Það er tvennt sem ég mun minnast frá þessum dögum: Hatur hinna fáu og ást hinna mörgu, mörgu Ítala,“ sagði í yfirlýsingunni.

Fyrir árásina hafði Berlusconi kvartað undan því að hann væri orðinn fórnarlamb andrúmslofts haturs, en hann hefur undanfarið sætt harðri gagnrýni bæði vegna kynlífshneykslis og spillingarmála. Eftir árásina hafa fjölmargir Ítalir lýst yfir samúð með honum, en einnig hafa sumir hrósað árásarmanninum, sem nú situr í fangelsi í Mílanó. Læknar hafa fyrirskipað Berlusconi að hafa hægt um sig fram yfir jól.- gb




Fleiri fréttir

Sjá meira


×