Innlent

Hugsanlegt að Íslendingar verði ákærðir í mansalsmálinu

Fimm Litháar voru hnepptir í gæsluvarðhald til 30. desember.
Fimm Litháar voru hnepptir í gæsluvarðhald til 30. desember.

Ekki er loku fyrir það skotið að þeir Íslendingar sem sátu í gæsluvarðhaldi vegna mansalsmálsins svokallaða verði að lokum ákærðir af ríkissaksóknara en fulltrúi embættisins fer yfir málið eftir að lögreglan á Suðurnesjum lauk rannsókn sinni og afhenti þeim öll gögn viðvíkjandi málið. Samkvæmt yfirlögregluþjóninum Gunnari Schram þá voru öll gögn send til ríkissaksóknara í gær sem þarf svo að taka ákvörðun hverjir verða ákærðir í málinu.

Íslendingunum hefur verið sleppt úr haldi. Einn þeirra var meðal annars vinnuveitandi þeirra.

Þegar eru fimm Litháar í gæsluvarðhaldi en Héraðsdómur Reykjaness úrskurðaði þá alla í áframhaldandi varðhald til 30. desember í dag. Rannsókn lögreglunnar á Suðurnesjum hefur verið gríðarlega umfangsmikil. Upptök hennar má rekja til þess þegar nítján ára gömul litháensk stúlka kom hingað til lands í haust. Vaknaði grunur um að hún væri væri fórnalamb mansals.

Aðspurður segir Gunnar að ekki sé um fleiri fórnalömb að ræða en útilokar ekki að þau komi fram síðar.


Tengdar fréttir

Lögreglan á námskeiði um útlendinga og mansal

Þessa viku stendur yfir í framhaldsdeild Lögregluskóla ríkisins sérnámskeið um málefni útlendinga og fleira. Meðal kennsluefnis er skipulögð glæpastarfsemi og varnir gegn henni, ekki síst mansali en þetta kemur fram á vef lögreglunnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×