Eldri borgarar sauma út Helvítis fokking fokk 15. október 2009 08:00 Arndís Sigurbjörnsdóttir við útsaumsmyndir sínar. Öðruvísi útsaumur Helgi Hós og Helvítis fokking fokk. Helvítis fokking fokk er fyrir löngu orðið sígilt slagorð. Fátt þykir táknrænna fyrir það sem á okkur hefur dunið síðustu misserin. Slagorðið er eitt af þeim sem Arndís Sigurbjörnsdóttir, sem sér um félagsstarfið í þjónustuíbúðum eldri borgara á Dalbraut 27, hvetur þátttakendurna til að sauma út. „Þeim þykir nú samt ekki alveg passa að sauma út „Helvítis“, en að öðru leyti eru þau hrifin af þessu,“ segir Arndís. „Ég kalla þetta saumaverkefni „Gríptu augnablikið“ og hvet fólk til að sauma það út sem þeim dettur í hug. Tjá augnablikið. Það er ætlunin að hver geri sitt. Myndirnar mínar eru bara til að koma fólki af stað.“ Arndís hefur búið til sextán útsaumsmyndir sem hugmyndir fyrir heldra fólkið og til viðbótar við „Helvítis fokking fokk“ má þarna sjá annað mótíf úr hruninu, „Guð blessi Ísland“, auk þekktari útsaumsmótífa eins og „Heima er best“ og „Drottinn blessi heimilið“. „Svo er þarna mynd sem mér datt í hug til minningar um Helga Hóseasson,“ segir Arndís. „Þetta er held ég eini minnisvarðinn um hann sem er kominn. Ég geri líka abstraktmyndir. Það er undarlegt hvernig hugurinn virkar. Ég varð veik um daginn og þá gerði ég fyrstu svart-hvítu myndina mína.“ Arndís hefur unnið við félagsstarfið á Dalbraut 27 frá byrjun, í þrjátíu ár. „Við höldum upp á afmælið um næstu mánaðamót og ætlum að hafa jólastemningu í einu herberginu af því tilefni,“ segir hún. „Hér er mikið listastarf. Við veljum listamann mánaðarins sem við leyfum að vera stjarna í mánuð. Svo er ýmislegt í boði. Vöfflukaffi, boccia, bingó og videó einu sinni í mánuði. Sound of Music var síðast og svo sýnum við Börn náttúrunnar svona einu sinni á ári.“ drgunni@frettabladid.is Mest lesið Kristinn Svavarsson er látinn Tónlist Tinna Hrafns og Sveinn selja á Laugarásveginum Lífið Löggan byrjar á TikTok með því að gasa Egil og Rikka Lífið Atvinnulaus aumingi trompar dauðakölt Gagnrýni Auglýsing Blush sé fyrir neðan allar hellur Lífið „Ég fékk alveg gæsahúð þegar ég sá þetta“ Tíska og hönnun „Geðrækt þarf ekki að vera flókin“ Lífið samstarf Kvenskælingar svekktir eftir að hafa lent í hakkavél MR tvisvar í röð Lífið Hætta óvænt við tónleikaferðalög sín Tónlist Viðbjóðurinn fær sviðsljósið: „Eilíft vakir minning þín, slef, prump, piss, og þvag og slím“ Menning Fleiri fréttir „Mig langar bara að vera upprétt og sterk“ Tinna Hrafns og Sveinn selja á Laugarásveginum Löggan byrjar á TikTok með því að gasa Egil og Rikka Kvenskælingar svekktir eftir að hafa lent í hakkavél MR tvisvar í röð Heated Rivalry-stjörnur verða á Ólympíuleikunum Fengu gefins sjö nýjar þrautir frá breska þrautahöfundinum Mari og Njörður eiga von á sumarbarni Vinsældir þessarar siðspilltu moldvörpu eru þér að kenna Kemur Önnu miðli til varnar: „Þið megið segja að ég sé auðtrúa asni“ Ofurnæmni Önnu Birtu: Hefur heyrt hugsanir fólks í Kringlunni Désirée prinsessa látin Staðgöngumóðir „öruggasta leiðin“ til að stækka fjölskylduna Auglýsing Blush sé fyrir neðan allar hellur Kynntist manninum á Tinder í Covid Vance á von á barni Heiða og Hildur djömmuðu með Breiðhyltingum Ekki fyrsti fótboltamaður Binna: „Við getum alveg hist aftur og riðið“ Ótrúlegur dagur Vignis: Lottóvinningur, 180 í pílu og sigur á Carlsen Vesturbæingar blótuðu þorrann langt fram á nótt Valdi sér fylkingu í Beckham-deilunum Móðirin hljóp frá þremur börnum og „fór í Kanann“ „Ég hef aldrei séð dansandi poka“ Eldri bróðir lagði línur að lífinu í New York Opinberar erjur Beckham-fjölskyldunnar: „Ég vil ekki sættast við fjölskyldu mína“ Fagna tíu árum af ást Þekkja Kringlugestir borgarstjórann? Aron Mola ástfanginn í bíó Krútteyjurnar Ischia og Sikiley: Ástu leist ekki á einnar evru húsin Rybak snýr aftur en frægir bræður sniðganga Havana-heilkennið heldur áfram að kveikja samsæriskenningar Sjá meira
Helvítis fokking fokk er fyrir löngu orðið sígilt slagorð. Fátt þykir táknrænna fyrir það sem á okkur hefur dunið síðustu misserin. Slagorðið er eitt af þeim sem Arndís Sigurbjörnsdóttir, sem sér um félagsstarfið í þjónustuíbúðum eldri borgara á Dalbraut 27, hvetur þátttakendurna til að sauma út. „Þeim þykir nú samt ekki alveg passa að sauma út „Helvítis“, en að öðru leyti eru þau hrifin af þessu,“ segir Arndís. „Ég kalla þetta saumaverkefni „Gríptu augnablikið“ og hvet fólk til að sauma það út sem þeim dettur í hug. Tjá augnablikið. Það er ætlunin að hver geri sitt. Myndirnar mínar eru bara til að koma fólki af stað.“ Arndís hefur búið til sextán útsaumsmyndir sem hugmyndir fyrir heldra fólkið og til viðbótar við „Helvítis fokking fokk“ má þarna sjá annað mótíf úr hruninu, „Guð blessi Ísland“, auk þekktari útsaumsmótífa eins og „Heima er best“ og „Drottinn blessi heimilið“. „Svo er þarna mynd sem mér datt í hug til minningar um Helga Hóseasson,“ segir Arndís. „Þetta er held ég eini minnisvarðinn um hann sem er kominn. Ég geri líka abstraktmyndir. Það er undarlegt hvernig hugurinn virkar. Ég varð veik um daginn og þá gerði ég fyrstu svart-hvítu myndina mína.“ Arndís hefur unnið við félagsstarfið á Dalbraut 27 frá byrjun, í þrjátíu ár. „Við höldum upp á afmælið um næstu mánaðamót og ætlum að hafa jólastemningu í einu herberginu af því tilefni,“ segir hún. „Hér er mikið listastarf. Við veljum listamann mánaðarins sem við leyfum að vera stjarna í mánuð. Svo er ýmislegt í boði. Vöfflukaffi, boccia, bingó og videó einu sinni í mánuði. Sound of Music var síðast og svo sýnum við Börn náttúrunnar svona einu sinni á ári.“ drgunni@frettabladid.is
Mest lesið Kristinn Svavarsson er látinn Tónlist Tinna Hrafns og Sveinn selja á Laugarásveginum Lífið Löggan byrjar á TikTok með því að gasa Egil og Rikka Lífið Atvinnulaus aumingi trompar dauðakölt Gagnrýni Auglýsing Blush sé fyrir neðan allar hellur Lífið „Ég fékk alveg gæsahúð þegar ég sá þetta“ Tíska og hönnun „Geðrækt þarf ekki að vera flókin“ Lífið samstarf Kvenskælingar svekktir eftir að hafa lent í hakkavél MR tvisvar í röð Lífið Hætta óvænt við tónleikaferðalög sín Tónlist Viðbjóðurinn fær sviðsljósið: „Eilíft vakir minning þín, slef, prump, piss, og þvag og slím“ Menning Fleiri fréttir „Mig langar bara að vera upprétt og sterk“ Tinna Hrafns og Sveinn selja á Laugarásveginum Löggan byrjar á TikTok með því að gasa Egil og Rikka Kvenskælingar svekktir eftir að hafa lent í hakkavél MR tvisvar í röð Heated Rivalry-stjörnur verða á Ólympíuleikunum Fengu gefins sjö nýjar þrautir frá breska þrautahöfundinum Mari og Njörður eiga von á sumarbarni Vinsældir þessarar siðspilltu moldvörpu eru þér að kenna Kemur Önnu miðli til varnar: „Þið megið segja að ég sé auðtrúa asni“ Ofurnæmni Önnu Birtu: Hefur heyrt hugsanir fólks í Kringlunni Désirée prinsessa látin Staðgöngumóðir „öruggasta leiðin“ til að stækka fjölskylduna Auglýsing Blush sé fyrir neðan allar hellur Kynntist manninum á Tinder í Covid Vance á von á barni Heiða og Hildur djömmuðu með Breiðhyltingum Ekki fyrsti fótboltamaður Binna: „Við getum alveg hist aftur og riðið“ Ótrúlegur dagur Vignis: Lottóvinningur, 180 í pílu og sigur á Carlsen Vesturbæingar blótuðu þorrann langt fram á nótt Valdi sér fylkingu í Beckham-deilunum Móðirin hljóp frá þremur börnum og „fór í Kanann“ „Ég hef aldrei séð dansandi poka“ Eldri bróðir lagði línur að lífinu í New York Opinberar erjur Beckham-fjölskyldunnar: „Ég vil ekki sættast við fjölskyldu mína“ Fagna tíu árum af ást Þekkja Kringlugestir borgarstjórann? Aron Mola ástfanginn í bíó Krútteyjurnar Ischia og Sikiley: Ástu leist ekki á einnar evru húsin Rybak snýr aftur en frægir bræður sniðganga Havana-heilkennið heldur áfram að kveikja samsæriskenningar Sjá meira
Viðbjóðurinn fær sviðsljósið: „Eilíft vakir minning þín, slef, prump, piss, og þvag og slím“ Menning
Viðbjóðurinn fær sviðsljósið: „Eilíft vakir minning þín, slef, prump, piss, og þvag og slím“ Menning