Ísland er heimili mitt að heiman 9. mars 2009 18:30 Kesha Watson í leik gegn Haukum Mynd/Daníel Bandaríska stúlkan Kesha Watson mun án efa styrkja lið Keflavíkur mikið í átökunum í úrslitakeppni Iceland Express kvenna. Watson var send heim í haust þegar kreppan skall á eins og svo margir aðrir leikmenn, en er nú mætt aftur til að hjálpa Keflavíkurliðinu í titilvörninni. „Ég var á leiðinni til félags í Ástralíu en þegar til kastanna kom hafði það ekki efni á að fá mig. Jón Halldór þjálfari hafði sagt mér að koma aftur hingað ef þetta gengi ekki upp og hingað er ég komin," sagði Watson. Hún segist hafa saknað lands og þjóðar. „Ísland er heimili mitt að heiman og ég á margar vinkonur í liðinu og hér á Íslandi," sagði Watson. Þessi öflugi leikstjórnandi var kjörin leikmaður lokaúrslitanna á síðustu leiktíð þar sem hún skoraði 26,3 stig, hirti 7,7 fráköst og gaf 7 stoðsendingar að meðaltali í leik. Því mætti ætla að möguleikar Keflavíkur á titlinum hefðu aukist til muna með komu hennar. „Ég vil ekki ganga svo langt að segja að við séum sigurstranglegasta liðið. Við eigum eftir að þurfa að hafa gríðarlega mikið fyrir hverjum einasta leik og þetta verður mikil barátta. KR-liðið á til að mynda ekki eftir að leggjast í jörðina fyrir okkur og það verður mjög erfið rimma. Ég á kannski eftir að styrkja Keflavíkurliðið eitthvað en við verðum sannarlega að vera tilbúnar í slaginn," sagði Watson. Keflavík er búið að vinna fimmtán leiki í röð með Keshu innanborðs, fjórtán síðustu leikina á síðasta tímabili og svo eina leikinn sem hún spilaði á þessu tímabili - úrslitaleik Powerade-bikarsins. „Það eru auðvitað þægilegra að þurfa ekki að koma ný inn og læra öll kerfin frá byrjun. Ég veit upp á hár hvað þetta lið er að gera á vellinum og hvers þjálfarinn og liðsfélagarnir ætlast til af mér. Það ætti því að verða nokkuð auðvelt fyrir mig að komast inn hlutina hjá Keflavík. Við erum öll á sömu blaðsíðunni," sagði leikstjórnandinn. En hvernig er með leikformið? „Ég er búin að æfa stíft á hverjum degi síðan ég fór héðan og í mínum augum er þetta frekar spurning um að spila með hjartanu og leggja sig fram. Maður getur kannski verið dálítið ryðgaður, en ef maður leggur sig allan í þetta, mun manni ganga vel," sagði Watson. Dominos-deild kvenna Mest lesið „Allir í kringum íþróttir ættu að hafa áhyggjur“ Sport Messi laumaðist inn á leikvang Barcelona og lét engan vita Fótbolti Gummi Ben fékk hláturskast ársins Fótbolti Þurfa að borga háar fjárhæðir fyrir bílastæði á HM Fótbolti María valin nýliði ársins: Eins óútreiknanleg og Eyjafjallajökull Fótbolti Missa af landsleik af því að þeir eru ekki bólusettir Fótbolti Er ekki viss um að liðin á suðvesturhorninu væru til í þetta Sport „Menn beita öllum brögðum“ Enski boltinn Er framherji Brentford óvænt að banka á landsliðsdyrnar hjá Brasilíu? Enski boltinn Nagelsmann um Wirtz: Liðsfélagarnir í Liverpool gætu nú aðeins hjálpað honum Enski boltinn Fleiri fréttir Bæði Florída-liðin unnu á flautukörfu í nótt og svona fóru þau að því Lofuðu Óla Óla og fengu hann svo í beina útsendingu úr búningsklefanum Slakur undirbúningur hjá Ármanni: „Þær virðast koma bara alveg af fjöllum“ Blikarnir taplausir á toppnum Sonur Dominique Wilkins með vindmyllutroðsluna í blóðinu Kári og Kristó eru skemmtilegasta kombóið í þessari deild NBA-goðsögnin Lenny Wilkens látin „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Martin stigahæstur með tvöfalda tvennu Keflvíkingar bæta framherja frá Slóveníu í hópinn NBA vill koma deild í Evrópu á koppinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Uppgjör: Grindavík - Keflavík 104-92 | Ekkert stöðvar Grindvíkinga Óli Óla: Við getum alveg eins hrokkið upp af á morgun Uppgjörið: Ármann - Tindastóll 77-110 | Tindastóll of stór biti fyrir Ármann Varð sá hávaxnasti í sögunni Tvítug körfuboltakona með tímamótafjárfestingu Ingibergur hættir sem formaður: „Miklar tilfinningar innra með mér“ „Verður kannski mest krefjandi fyrir börnin mín“ „Þarf ekki að láta aðra segja mér hvort að liðið sé nógu gott“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-105 | Langþráður sigur Íslandsmeistarana ÍA - Valur 81-83 | Grátlegt tveggja stiga tap á nýjum heimavelli Þór Þ. - ÍR 100 - 98 | Fyrsta sigrinum fagnað í Þorlákshöfn Uppgjörið: Álftanes - KR 108-89 | Stórsigur gegn vængbrotnu liði Banninu aflétt og Bretland mun mæta Íslandi Sá húsið sitt brenna til kaldra kola „Ha, átti ég metið?“ Rebekka Rut nýliði í fyrsta landsliðshóp Salminen Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Sjá meira
Bandaríska stúlkan Kesha Watson mun án efa styrkja lið Keflavíkur mikið í átökunum í úrslitakeppni Iceland Express kvenna. Watson var send heim í haust þegar kreppan skall á eins og svo margir aðrir leikmenn, en er nú mætt aftur til að hjálpa Keflavíkurliðinu í titilvörninni. „Ég var á leiðinni til félags í Ástralíu en þegar til kastanna kom hafði það ekki efni á að fá mig. Jón Halldór þjálfari hafði sagt mér að koma aftur hingað ef þetta gengi ekki upp og hingað er ég komin," sagði Watson. Hún segist hafa saknað lands og þjóðar. „Ísland er heimili mitt að heiman og ég á margar vinkonur í liðinu og hér á Íslandi," sagði Watson. Þessi öflugi leikstjórnandi var kjörin leikmaður lokaúrslitanna á síðustu leiktíð þar sem hún skoraði 26,3 stig, hirti 7,7 fráköst og gaf 7 stoðsendingar að meðaltali í leik. Því mætti ætla að möguleikar Keflavíkur á titlinum hefðu aukist til muna með komu hennar. „Ég vil ekki ganga svo langt að segja að við séum sigurstranglegasta liðið. Við eigum eftir að þurfa að hafa gríðarlega mikið fyrir hverjum einasta leik og þetta verður mikil barátta. KR-liðið á til að mynda ekki eftir að leggjast í jörðina fyrir okkur og það verður mjög erfið rimma. Ég á kannski eftir að styrkja Keflavíkurliðið eitthvað en við verðum sannarlega að vera tilbúnar í slaginn," sagði Watson. Keflavík er búið að vinna fimmtán leiki í röð með Keshu innanborðs, fjórtán síðustu leikina á síðasta tímabili og svo eina leikinn sem hún spilaði á þessu tímabili - úrslitaleik Powerade-bikarsins. „Það eru auðvitað þægilegra að þurfa ekki að koma ný inn og læra öll kerfin frá byrjun. Ég veit upp á hár hvað þetta lið er að gera á vellinum og hvers þjálfarinn og liðsfélagarnir ætlast til af mér. Það ætti því að verða nokkuð auðvelt fyrir mig að komast inn hlutina hjá Keflavík. Við erum öll á sömu blaðsíðunni," sagði leikstjórnandinn. En hvernig er með leikformið? „Ég er búin að æfa stíft á hverjum degi síðan ég fór héðan og í mínum augum er þetta frekar spurning um að spila með hjartanu og leggja sig fram. Maður getur kannski verið dálítið ryðgaður, en ef maður leggur sig allan í þetta, mun manni ganga vel," sagði Watson.
Dominos-deild kvenna Mest lesið „Allir í kringum íþróttir ættu að hafa áhyggjur“ Sport Messi laumaðist inn á leikvang Barcelona og lét engan vita Fótbolti Gummi Ben fékk hláturskast ársins Fótbolti Þurfa að borga háar fjárhæðir fyrir bílastæði á HM Fótbolti María valin nýliði ársins: Eins óútreiknanleg og Eyjafjallajökull Fótbolti Missa af landsleik af því að þeir eru ekki bólusettir Fótbolti Er ekki viss um að liðin á suðvesturhorninu væru til í þetta Sport „Menn beita öllum brögðum“ Enski boltinn Er framherji Brentford óvænt að banka á landsliðsdyrnar hjá Brasilíu? Enski boltinn Nagelsmann um Wirtz: Liðsfélagarnir í Liverpool gætu nú aðeins hjálpað honum Enski boltinn Fleiri fréttir Bæði Florída-liðin unnu á flautukörfu í nótt og svona fóru þau að því Lofuðu Óla Óla og fengu hann svo í beina útsendingu úr búningsklefanum Slakur undirbúningur hjá Ármanni: „Þær virðast koma bara alveg af fjöllum“ Blikarnir taplausir á toppnum Sonur Dominique Wilkins með vindmyllutroðsluna í blóðinu Kári og Kristó eru skemmtilegasta kombóið í þessari deild NBA-goðsögnin Lenny Wilkens látin „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Martin stigahæstur með tvöfalda tvennu Keflvíkingar bæta framherja frá Slóveníu í hópinn NBA vill koma deild í Evrópu á koppinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Uppgjör: Grindavík - Keflavík 104-92 | Ekkert stöðvar Grindvíkinga Óli Óla: Við getum alveg eins hrokkið upp af á morgun Uppgjörið: Ármann - Tindastóll 77-110 | Tindastóll of stór biti fyrir Ármann Varð sá hávaxnasti í sögunni Tvítug körfuboltakona með tímamótafjárfestingu Ingibergur hættir sem formaður: „Miklar tilfinningar innra með mér“ „Verður kannski mest krefjandi fyrir börnin mín“ „Þarf ekki að láta aðra segja mér hvort að liðið sé nógu gott“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-105 | Langþráður sigur Íslandsmeistarana ÍA - Valur 81-83 | Grátlegt tveggja stiga tap á nýjum heimavelli Þór Þ. - ÍR 100 - 98 | Fyrsta sigrinum fagnað í Þorlákshöfn Uppgjörið: Álftanes - KR 108-89 | Stórsigur gegn vængbrotnu liði Banninu aflétt og Bretland mun mæta Íslandi Sá húsið sitt brenna til kaldra kola „Ha, átti ég metið?“ Rebekka Rut nýliði í fyrsta landsliðshóp Salminen Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Sjá meira