Innlent

Joly hrósar sérstökum saksóknara

Joly og Ólafur Þór sjást hér með Rögnu Árnadóttur, dómsmálaráðherra.
Joly og Ólafur Þór sjást hér með Rögnu Árnadóttur, dómsmálaráðherra. Mynd/Daníel Rúnarsson

Fjallað er um Ólaf Þór Hauksson, sérstakan saksóknara, á vef breska dagblaðsins Financial Times í dag. Þar hrósar Eva Joly, ráðgjafi sérstaks saksóknara, Ólafi og segir hann heiðarlegan, vinnusaman og búa yfir staðfestu.

Joly tekur sem sem dæmi að þrátt fyrir að Ólafur búi á Akranesi hafi hann aldrei verið lengur en hálfan dag í burtu frá skrifstofu embættis sérstaks saksóknara sem er í Reykjavík.

Þá kemur fram í fréttinni að Joly telji að rannsókn á bankahruninu muni taka tæplega fimm ár.

Í frétt dagblaðsins segir að einhverjir efist um getu Ólafs til að takast á við rannsókn á bankahruninu. Bent er á að hann hafi áður verið sýslumaður í 6500 manna bæjarfélagi. Rætt er við Ólaf sem er hvergi banginn og telur sig hafa vaxið í starfinu að undanförnu. Hann segir brýnt að fólk sýni þolinmæði. Starfsmenn embættisins vinni hörðum höndum og sjái brátt heildarmyndina.

Frétt Financial Times er hægt að lesa hér.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×