Erlent

Bíll blaðamanns brenndur í Slagelse

Atli Steinn Guðmundsson skrifar

Danskur blaðamaður, sem fjallað hefur um glæpamál í Slagelse fyrir sjálenska fjölmiðilinn Sjællandske, dróst sjálfur inn í umfjöllunina þegar bíll hans var brenndur til kaldra kola við heimili hans í skjóli nætur um helgina. Blaðamaðurinn, Jens Bachmann, segist viss í sinni sök um að brennumaðurinn, eða mennirnir, hafi vitað nákvæmlega hvaða bíll var hans. Bachmann á rauðan Ford Ka en einn nágranna hans á nákvæmlega eins bíl og voru þeir báðir á bílastæðinu. Hins vegar hafi brennuvargurinn ratað á hans bíl og því augljóst að hann hafi vitað skráningarnúmerið. Lögreglan segist líta málið mjög alvarlegum augum, einkum í ljósi þess að verkið beinist að líkindum gegn Bachmann vegna vinnu hans.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×